ÖNNUFÉLAGIÐ
Trans-Ísland var fyrst kallað Önnufélagið af því að þá kom Anna Jonna sem hafði búið í Danmörku og Færeyjum. Og svo kemur Anna Margrét á vettvanginn líka sem er búin að fara í aðgerð í dag, og meira að segja búin að gefa út bók og þá er bara farið að tala um að stofna félag. Og áður en að félagið er stofnað þá fer ég og hitti Önnu Jonnu heima hjá Önnu Kristjáns og þá er ég ekki búin að fara í aðgerð og við ákveðum að prófa að láta hérna fara til, til þess að sækja um nafnabreytingu, átti ekki að fá það og þá var hann Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Og sú skýring sem hann kemur með er að karlmenn skuli bera karlmannsnafn og konur kvenmannsnöfn og ekkert þar á milli. Og þá erum við búnar að kynnast konu sem var að læra lögfræði á Bifröst og þær fóru í þetta mál og ræddu mikið um þetta og við skrifum svaka bréf sem við vorum búnar að senda til umboðsmanns Alþingis og kæra og ég veit ekki hvað og hvað, sem var mjög spennandi að prófa og vita hvað. Og þá var ég búin að vera í tíu, ellefu ár sem ég er búin að vera að berjast fyrir því að fá aðgerð. Sem er svolítið langur tími.
Elísa Björg Örlygsdóttir Husby, 2017.