skip to Main Content

UNGUR FORMAÐUR

[…] Ég var náttúrulega formaður og varaformaður og sat alltaf í stjórnum eða var einhverstaðar. Var til dæmis líka í fræðslunni, ég gleymdi nú að nefna hana líka áðan, að fara í skólana og fræða. Við byrjuðum nú fljótlega á því. […] En ég var líka í því sko að fara og reyna að tala við fjárlaganefnd Alþingis um að fá einhverja styrki, hitta fólk hjá borginni og reyna að fá einhverja styrki og svo náttúrulega það erfiðasta sem í raun og veru var að tala við heilbrigðisyfirvöld um ábyrgð samfélagsins á AIDS og reyna að fá einhvern skilning á það. Það var hrikalega erfitt, sko verandi, ég er náttúrulega bara kiðlingur, ég eitthvað 24 ára. […] Þú veist ég kunni varla að vera ég sjálf sem lesbía, kunni varla að lifa sem gay og svo átti maður að sitja þarna með einhverju fagfólki og reyna að útskýra að jú það væri nú allt í lagi, endaþarmssamfarir væru nú bara mjög svona eðlilegar og margir sem stunduðu þær, þeir hlytu nú að vita það og svona. Þetta var hryllilegt sko, hryllilegt. Maður einhvern veginn var bara, þetta var algjör desperasjón sko að sitja þarna bara eins og bjálfi, að reyna að tala við fullorðið fólk sem hagaði sér eins og fífl.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top