skip to Main Content

ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA

Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég held bara að það sé bara ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta andrúmsloft var. Og að horfa upp á vini sína deyja og veslast upp úr svona hræðilegum sjúkdóm sem þetta var, sem birtist í öllum myndum, það var ekki auðvelt fyrir neinn sem þarna átti hlut að máli. Og kannski svona ef maður tekur fram, dregur fram eitt dæmi um svona þrungið andrúmsloft að það voru jarðarfarirnar þegar verið var að jarða vini þína. Það voru margir sem engan veginn treystu sér til að mæta við jarðarförina hjá kannski besta vini sínum því hann var alltaf að upplifa sína eigin jarðarför jafnvel og fólk bara og menn höfðu jafnvel bara ekki kjark í að fara. Það gat það bara ekki. Og ég var nú við margar jarðarfarir og engin var nú auðveld en það var jafnvel þannig að það var aldrei talað um það úr hverju viðkomandi hefði látist.

 

Hulda Waddell 2007

Back To Top