skip to Main Content

MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA

En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við vorum ekki neitt í augum samfélagsins. [...] Til dæmis ef að það kom upp á sko að viðkomandi, segjum að konan mín þurfti að fara á sjúkrahús og var mjög…

lesa meira

LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE

Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur tókst að fá þau til að breyta dagsetningunni þannig að hún yrði á Gay Pride Day, 27. júní í staðinn.  [...] Þá er sem sagt gert frumvarp til laga og…

lesa meira

HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR

Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af því efni. Hann var náttúrulega búinn að safna svo lengi sögum, reynslusögum. Síðan lágum við Guðni [Baldursson] yfir alls konar einmitt svona hvaða lög voru til, hvað var að gerast…

lesa meira

EINS OG VÍGVÖLLUR

Í viðbót við sko náttúrulega þetta að manna sig upp í og harka af sér að fara og tala um þessi málefni við frekar skilningsvana fólk innan heilbrigðiskerfisins, þá náttúrulega bara stóðum við á miðju átakasvæðinu; hommarnir og lesbíurnar. Þetta var auðvitað bara eins og vígvöllur. Það er ekkert hægt…

lesa meira

PÓSTINUM VAR STOLIÐ

Ég lærði þá lexíu að það er þakkarvert að fá gluggapóst. Ég lenti nefnilega í því að fá ekkert í nær hálft ár. Ég fékk ekki bankarukkanir mínar, ég fékk ekki símareikningana mína, ég fékk engin persónuleg bréf, ég fékk ekkert af póstinum mínum frá Samtökunum ['78], tilkynningar um að…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

HENT ÚT ÚR ÍBÚÐINNI

Ég var í minni fyrstu sambúð með konu - þá ætlaði ég að flytja inn til hennar og það var nokkuð sem við vorum mjög sammála um, í íbúð sem hún hafði leigt í einhver ár og átt afar góð samskipti við leigulsalann sem bjó á efri hæðinni. Þegar hún…

lesa meira

AÐ SEGJA FORELDRUM FRÁ

Nú ég sagði foreldrum mínum hins vegar ekki frá því að ég væri lesbía fyrr en ég var að skilja við fyrstu konuna mín. Faðir minn tók því svona, aldraður bóndinn, hann svona tók þessu vel en vildi lítið ræða þetta og ekki fyrr en alsíðustu ár viljað tala um…

lesa meira
Back To Top