skip to Main Content

EKKI OF NÁLÆGT HÚSASUNDUM

Maður passaði sig að fara ekki of nálægt húsasundum og öngstrætum í Reykjavík því maður vissi af því að það kom fyrir að fólk var barið fyrir það eitt að árásarmennirnir álitu sem svo að þarna væri hommi eða lesbía á ferð. Þannig að það eru svona dæmi um það að maður hætti sér ekkert út á þá braut þar sem að maður gæti orðið fyrir einhverju sem maður vildi síður verða fyrir. Ég held að það sé engin tilviljun að þeir sem að létu sér í léttu rúmi liggja að aðrir vissu, menn væru samkynhneigðir, að menn völdu sér störf í þeim hópum eða þeim starfsgreinum sem að þeir mættu frekar eiga von á því að vera látnir í friði og fá að njóta sín á eigin forsendum.

Viðar Eggertsson 2005

Back To Top