skip to Main Content

HVAÐ VAR HÆGT AÐ GERA?

Við Jóhanna áttum ofboðslega góðan vin úti í Kaupmannahöfn sem að hét Gústaf, kallaður Gústi, íslenskur strákur sem að flutti beint frá Höfn í Hornafirði til Kaupmannahafnar eins og menn gerðu nú oft sko því það var ekkert að sækja í Reykjavík 1982, alveg jafn gott að fara bara til útlanda. Og svo sitjum við þarna, þú veist úti í garði í sólinni í Köben og fólk er að fá sér pínulítinn bjór eða eitthvað bara þú veist og eins og lífið á að vera, við erum 25 eða eitthvað, og svo allt í einu byrjar Gústi að kroppa á sér löppina eitthvað svona, og það byrjar að renna blóð. Og hann svona, ööööö AIDS, AIDS, AIDS, AIDS og fíflaðist bara með þetta, hvað var hægt að gera skilurðu? Hann vissi að það var ekkert annað framundan en að drekka aðeins meiri bjór og leggjast síðan banaleguna. What kind of fucking life sko.

Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017

Back To Top