skip to Main Content
Lana_87
LANA KOLBRÚN EDDUDÓTTIR

Lana Kolbrún Eddudóttir er fædd árið 1965. Hún var lengi dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og var fyrst kvenna til að gegna starfi formanns í Samtökunum ʼ78, á árunum 1989–1990 og síðan 1993–1994. Lana átti sæti í nefnd forsætisráðuneytisins sem kannaði réttarstöðu samkynhneigðra og skilaði skýrslu til Alþingis árið 1994. Á starfsárunum í hreyfingunni kom hún iðulega fram í fjölmiðlum, meðal annars í sjónvarpsþættinum Í sannleika sagt í Ríkissjónvarpinu árið 1993 þar sem lesbíur, hommar og ættingjar þeirra ræddu líf sitt og viðhorf. Lana býr í Reykjavík.

SÖGUBROT

LANA

Back To Top