skip to Main Content

OPINBER UMRÆÐA

Auðvitað mætti ég. Ég tók alltaf slaginn. Það var valið. Alltaf að taka slaginn. Alltaf að svara. Og á þeim tíma var það mikilvægt og það virkaði. En það var líka, umræður, þetta opnaði allt á umræður hér og þar í fjölmiðlum og við vorum mjög áberandi. Bæði í blöðum, útvarpi sjónvarpsstöðvunum og það skipti máli. Það skiptir svo miklu máli að tala upphátt, auðvitað höfðum við alltaf gert það, en við komumst í miklu sterkari stöðu til að ná alla leið. Og við vorum líka, reyndar ekkert mörg, við vorum afskaplega fá eins og alltaf sem vorum tilbúin að stíga fram og ljá sem sagt málstaðnum andlit og nafn og rödd og það er alltaf það sem hefur sigrað. Fyrst þegar fólk bara að byrjaði á að lifa og vera það sjálft og segja frá sér og sínum, það virkaði. Þegar við fórum í fjölmiðlaslaginn þegar að réttindabaráttan er í hámarki, allt auðvitað í kjölfar alnæmisins og þeim skugga sem það varpaði á líf okkar allra. Það voru langir skuggar. Að sýnileikinn var svo mikill og með því að tala hreint út, segja satt, segja rétt og kenna þjóðinni að við vorum að tala um mannréttindi og ekkert annað. Það skipti sköpum að hamra á því og meirihluti þjóðarinnar var á undan meirihluta Alþingis að vilja sjá full réttindi fyrir okkur. Þannig að þegar lögin [um staðfesta samvist samkynhneigðra frá 1996] loks urðu að veruleika þá var það með greiðarlega góðri samstöðu bara með þjóðinni. Það var ótrúlegt að upplifa stemminguna.

Back To Top