skip to Main Content

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor…

lesa meira

SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX

Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna ['78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við sem formaður. En ég hef varðveitt þessa fyrstu reynslu því að hún hefur verið mér hvati og hún hefur verið mér áminning, mjög holl áminning um það hvað við þurfum…

lesa meira

Í GÖMLU HÁLFFÖLDU PAKKHÚSI

Ég kynnist Samtökunum ['78] 1984. Og sem félagsvön kona þá leitaði ég uppi hvar lesbíur væru og fer á kvennakvöld. Og það er þá, já mér er sagt hvar það sé og þetta var í einhverju vöruhúsi, ekki, trúlega í Bolholti og ég svona finn nú dyrnar og það eru…

lesa meira

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan.…

lesa meira

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira

ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI

Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég kom úr felum í Kaupmannahöfn bárust fyrstu fréttir um svokallað „hommakrabbamein“ í Los Angeles og San Francisco,  síðar í New York og við töldum víst að þetta væru enn einar…

lesa meira

ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM

Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað en póstkassi, menn hittust á heimili formanns, héldu fundi þar og þar var oft mjög gaman að vera en öll hópmyndun var mjög veik og lítt sýnileg. Svo hittist þessi…

lesa meira

TÓK ALMENNILEGA AF SKARIÐ

Ég vissi það að ef ég kæmi úr felum gagnvart litlum hópi manna á Íslandi þá myndi það fljótt spyrjast út. Þjóð veit þá þrír vita svo ég ákvað bara að taka almennilega af skarið og gera þetta opinberlega. Það gerði ég í gegnum Samtökin '78, ég blandaði mér í…

lesa meira

ÞOLDI EKKI UMRÆÐUNA

Mér finnst hin pólitíska umræða líka mjög þröng. Hún snerist mjög mikið um áþreifanleg réttindi en miklu minna um þörf okkar til að mynda tengsl hvort við annað og hommar og lesbíur áttu í rauninni ósköp lítil samskipti nema eftir að sól var sest og þá gjarnan yfir glasi. Þetta…

lesa meira

ÚR FELUM Í KAUPMANNAHÖFN

Á þeim árum sem ég kom úr felum bjó ég í Kaupmannahöfn þar sem ég var við nám og ég ætlaði mér alla tíð aftur til Íslands því að mín menntun miðaðist við Ísland. Og svo mikið vissi ég eftir að hafa lifað sem hommi, sýnilegur opinber hommi meðal vina…

lesa meira
Back To Top