skip to Main Content

Í GÖMLU HÁLFFÖLDU PAKKHÚSI

Ég kynnist Samtökunum [’78] 1984. Og sem félagsvön kona þá leitaði ég uppi hvar lesbíur væru og fer á kvennakvöld. Og það er þá, já mér er sagt hvar það sé og þetta var í einhverju vöruhúsi, ekki, trúlega í Bolholti og ég svona finn nú dyrnar og það eru bilaðar perurnar þannig að ég þarf að þreifa mig upp á þriðju hæð í myrkri og þar finn ég að lokum einhverjar dyr sem að opnast og þar inni sitja nokkrar konur með vínglös í hendi og eru að spjalla. Og ég og þáverandi konan mín vorum svo forviða og undrandi að ef þú ætlar að hitta íslenskar lesbíur að þá væri það í gömlu, hálfföldu pakkhúsi, í myrkri uppi á þriðju hæð.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 2017

Back To Top