skip to Main Content

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar og fáfræði og einhverjir hurfu úr lífi manns og aðrir komu og eins og gengur og gerist en þannig er nú bara lífið heldur áfram, fólk kemur og fer.

[…]

Þetta er svona eiginlega okkar holocaust. Mér finnst þetta ótrúlegt að horfa til baka og sko líka að hafa lifað bara af á geðheilsunni sko, það finnst mér kannski kraftaverkið. Sko við okkar litla land við höfðum ekki það sem stóru þjóðirnar og stórborgirnar voru að bjóða fólki í þessum aðstæðum upp á, alls konar svona sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og við vorum eiginlega bara áfallahjálp hvers annars sko, við sem að vorum að berjast í hinseginbaráttunni líka. Og það eru svona góðar tilfinningar líka gagnvart því sko, þrátt fyrir allt, þessi samhenta fjölskylda sem að hinseginsamfélagið okkar var í Samtökunum ´78.

Donni, 2017

Back To Top