skip to Main Content

HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI

Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann var erfiður vegna fordómanna og hræðslunnar og hann var erfiður vegna þess að maður þurfti að fela sorg sína. Og syrgja hann í hljóði. --- Stemningin í samfélaginu hún var…

lesa meira

HEILDSALI Á LÍNUNNI

Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var ritstjóri Pressunnar en hún hafði látið einn af sínum blaðamönnum gera viðtal við mig. Opnuviðtal. Og eitthvað af því var persónulegt bara um mig og hver ég var og svo…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira

URÐU AÐ LEYFA HOMMA OG LESBÍU

Í kosningabaráttunni 1991 þá vorum við í Kvennalistanum með þessi mál nokkuð á dagskrá hjá okkur og vildum styðja við bakið á réttindabaráttu homma og lesbía og það sem að við gerðum meðal annars var að við boðuðum til fundar um þeirra mál. Og þá auglýstum við þann fund í…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

KIRKJUNNI KENNT UM

Sem sagt, ef auglýsingar, fræðsluefni og áróður væri gert þannig úr garði að það höfðaði til samkynhneigðra þá mundi það leiða til þess að gagnkynhneigðir, karlmenn og konur, tækju það ekki til sín. Já sko andartak. Það er í fyrsta lagi hægt að gera þetta hvort tveggja og í öðru…

lesa meira

SAMSKIPTIN VIÐ HEILBRIGÐISKERFIÐ ERFIÐ

Læknarnir áttu afskaplega bágt með það að viðurkenna að það var kominn upp sjúkdómur sem þeir vissu ekki hvaðan kæmi, vissu ekki hvernig hann virkaði. Þeir vissu að hann smitaðist en ekki alveg hvernig [...] en hann væri bráðsmitandi. Og sérstaklega áttu þeir bágt með það að viðurkenna það að…

lesa meira
  • 1
  • 2
Back To Top