skip to Main Content

HEILDSALI Á LÍNUNNI

Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var ritstjóri Pressunnar en hún hafði látið einn af sínum blaðamönnum gera viðtal við mig. Opnuviðtal. Og eitthvað af því var persónulegt bara um mig og hver ég var og svo um pólitík og eitt og annað. Og það hringir í hana maður sem kynnir sig með nafni og segist víst vera heildsali í Reykjavík, að hann skilji ekkert í því að hún sé að láta birta svona viðtöl í Pressunni. Hvað meinarðu, segir hún. Já, hvað varðar lesendur Pressunnar um kynlíf lesbía? Og Jónína segir: Bíddu, ég er búin að lesa þetta viðtal og Guðrún talar ekkert um kynlífið sitt. Nei, segir hann, en maður getur rétt ímyndað sér allt um það.

Guðrún Gísladóttir, 2000.

 

Back To Top