skip to Main Content

HAFÐI ALDREI HEYRT ORÐIN

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, fædd árið 1955, þannig að þegar ég var að alast upp þá hafði ég aldrei heyrt orðið lesbía eða samkynhneigður eða varla hommi heldur. Þetta var algerlega framandi heimur sem var ekki til á þessum stað. Þannig að ég var skotin í strákum þegar ég var ung, byrjaði snemma á því eins og allir á þessum stað og var þess vegna sjálf að glíma við það þegar ég fann að þetta gekk ekki alveg upp. Ég var t.d. ekki til í að gifta mig 16 ára. Það var auðvitað talsverð togstreita, erfitt, að finna eitthvað sem að maður vissi bara alls ekki hvað var. Þannig að í rauninni var ég búin að sofa hjá fyrstu konunni áður en ég jafnvel vissi orðið, þannig að þetta er eitthvað sem ekki er hægt að hlaupa frá.

Úr viðtali við Elísabetu Þorgeirsdóttur 1997.

 

Back To Top