skip to Main Content

LESBÍA AFTUR ORÐIÐ SKAMMARYRÐI

Ég er nú búin að heita allskonar nöfnum þú veist, kynhverf og kynvillt og samkynhneigð og öll þessi orð sem er alltaf verið að búa til til að reyna að finna eitthvað settlegra einhvern veginn til að lýsa tilveru minni. En þessi orð  lesbía og hommi, við börðumst svo fyrir…

lesa meira

FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA

Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri lesbísk. Frekar út af pólitík en lesbisma eða sko hinni pólitíkinni, að ég væri vinstrimaður eða kommúnisti, heldur en nokkurn tímann að ég væri lesbísk. Ég held að það hafi…

lesa meira

EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK

Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í hún vildi örugglega ekki flytja til Vestmannaeyja. Hefði hún verið tilbúin til að flytja til Vestmannaeyja þá held ég að ég hefði ekki farið héðan á þeim tíma. Og ég…

lesa meira

EIN Í SAMTÖKUNUM

Það var búið að stofna Samtökin ‘78 og ég þekkti þessa stráka. Við töluðum svolítið saman og ég var eina lesban þarna. Ég var eina lesban. Það var engin önnur lesba sem var með í þessum samtökum nema ég. Og nokkrir strákar. Því miður. Það hefði nú verið gaman ef…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

ALDREI HAPPY END

Mig vantaði algerlega [fyrirmyndir]. Þessar stelpur sem ég kynntist í samtökunum voru flestar yngri en ég - og auðvitað getur maður alveg tekið fyrirmyndir sem eru yngri - en það var ekki neins staðar að maður vissi um manneskju úti í samfélaginu sem hafði bara sætt sig við kynhneigð sína…

lesa meira

ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU

Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég sé lesbía. Það var líka mikil opinberun fyrir mig að einhver ætlaði bara að fara úr þessum feluleik og þessum þykjustuleik og bara segja þetta og orða þetta. Og skömmu…

lesa meira

FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG

Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um tilvist homma almennt. Þá er ég orðin tvítug þannig að ég er eiginlega eins og fornaldarmanneskja. Síðan þegar ég kom suður, var hérna í háskóla, þá vissi ég að hommarnir…

lesa meira
Back To Top