UM TRIXIE
Trixie [Guðmundur Sveinbjörnsson] var einn af þessum mönnum sem ég leit mjög upp til. Ég tala nú ekki um eftir að hann veiktist því að það sem Trixie gerði eftir að hann veiktist var alveg ótrúlegt. Það var nú alltaf … hann var alltaf mjög sjálfstæður maður og fór sínar leiðir og eftir að hann veiktist þá einhvern veginn … hann lét það ekkert á sig fá. Það braut hann ekkert niður. Hann bara hélt sínu striki, var alltaf sami gamli Trixie og hélt áfram að vera glaður og skemmta sér og ég man ég frétti af honum – hann fór til Hollands í hjólastól, blindur að skemmta sér og þótti alveg hrikalega gaman. Og það eru nú ekki margir sem myndu leika það eftir. Það fóru margir á þessum árum af þessum sterku karakterum, svona litríkum karakterum og við hinir litlausu urðum meira eftir eða margir okkar.
Böðvar Björnsson, 2004