skip to Main Content

TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016

Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og í upphafi alnæmisfaraldursins. Og ég er að spá í svona hversu sýnilega eða já hvað er verið að gera í raun og veru í dag? Það er ekki búið að uppræta alnæmi. Nú lifir bara fólk ágætu lífi út af lyfjunum en fólk er ennþá að smitast í stórum stíl. Og hérna mér finnst svolítið verið að selja hugmyndina í dag sko að þetta sé allt orðið allt í lagi. Núna er bara fólk á vinnumarkaðnum og svona veirumagnið er í núlli, fólk lifir. Mér finnst skilaboðin í dag og þetta er kannski smá svona gagnrýni á bara hérna á að það sé ekki nógu mikið, hvað heitir það, fræðsla í gangi ,vitundarvakning já. Það er ennþá til fólk sem að getur ekki notað lyfin af einhverjum ástæðum. Fíklar hafa svolítið gleymst finnst mér í dag í allri alnæmisumræðunni. Nú eru fíklarnir orðnir svona, sérstaklega sprautufíklarnir, orðnir svona óhreinu börnin hennar Evu sko meðan við hommarnir vorum einhvern tímann í þeirri grúppu. Og ég veit í raun og veru ekki, ég hef ekki verið að starfa í þessum málum eins og ég gerði hérna á árum áður, bæði var ég skjólstæðingur lengi og ég vann í nokkur ár sem framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna á Íslandi og hérna, mér finnst alla vega vera komin svona nýr hópur svona af óhreina fólkinu sem að hommarnir voru einu sinni og það eru sprautufíklar. Ég sé hvergi minnst á það.

Donni, 2017.

Back To Top