skip to Main Content
Veturlidi
VETURLIÐI GUÐNASON

Veturliði Guðnason er fæddur árið 1946. Hann nam þýsku, heimspeki og sálfræði við Háskólann í Köln 1966–1974. Heim kominn hóf hann störf hjá sjónvarpi Ríkisútvarpsins og var þar um skeið yfirþýðandi. Hann hefur komið víða við í starfi þýðandans, þýtt fjöldann allan af sjónvarpsmyndum og myndaflokkum úr ýmsum tungumálum svo og útvarpsleikrit og mörg sviðsverk, þar á meðal Engla í Ameríku að ógleymdum söngleikjum á borð við Grease og Rocky Horror. Veturliði hefur lengi lagt hreyfingu samkynhneigðra lið, hann var einn af stofnendum Iceland Hospitality, MSC-Ísland og Hinsegin daga í Reykjavík og vann sér meðal annars til ágætis að þýða „Ég er eins og ég er“ á íslensku. Hann býr í Reykjavík.

SÖGUBROT

VETURLIÐI

Back To Top