HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI
Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á Samtakaböll og svona, þá var þetta bara eitthvert nauðsynlegt skref í þróuninni held ég. Að við stelpurnar gætum þjappað okkur saman sem hópur, akkúrat á þessum árum þegar alnæmið var svona erfitt.
Elísabet Þorgeirsdóttir 1997