skip to Main Content

FÁMENNIÐ HJÁLPAR

Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting um staðfesta samvist fólks af sama kyni 1996], hversu stuðningurinn var víðtækur, ekki aðeins hjá löggjafavaldinu heldur miklu miklu víðar. Hjá embættisfólki, hjá almenningi — dagana í kringum lagasetninguna fór maður ekki og setti bensín á bílinn og keypti gos í sjoppunni án þess að taka við hamingjuóskum. Þjóðin var með og studdi við bakið á okkur. Þarna held ég að við höfum verið að uppskera fyrir það fámenni sem gerir það að verkum að við hommar og lesbíur á Íslandi við hverfum aldrei, við hverfum aldrei í einhvern subkúltúr eða underground neðanjarðarmenningu, við hverfum ekki þangað. Við verðum ekki gettó inni í Reykjavík eins og hommar og lesbíur eru í

stórborgum erlendis. Við erum svo fá að við getum það aldrei, við týnumst aldrei í fjöldanum því honum er ekki fyrir að fara. Þannig að við erum áberandi og gárum vatnið og hvert og eitt okkar þekkjum svo og svo marga. Flestir á landinu eiga homma eða lesbíu í fjölskyldu eða vinahópi eða vinnustað. Einhvers staðar svo nálægt að þú getur ekki leyft þér að afgreið okkur sem annars flokks fólk sem ber engin réttindi.

Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top