LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN
Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls […]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað, ekki eitthvert herbergi af og til einhverstaðar sem að var stundum hægt að fara í og stundum ekki. Það eru til þessar sögur af þessu í Garðastrætinu og Skólavörðustígnum og Brautarholtinu og öllu þessu en þarna var kominn fastur punktur í fyrsta skipti í rauninni í þessari starfsemi og kominn þarna pínulítill stuðningur frá Reykjavíkurborg. Það var nú bara í fyrsta skipti svona held ég að tilvera Samtakanna [’78] svona komst aðeins á blað hjá hinu opinbera.
[…] Það var partí allar helgar, svona eins og hægt var. Einhvers konar kvöld af einhverju tagi. Það var opið á mánudögum og fimmtudögum t.d. bókasafnið sem var rosalega mikilvægur hluti af þessu stússi okkar á þessum tíma, því þú verður náttúrulega að athuga að þetta er fyrir internet sko. Þannig að finna sér einhverjar fyrirmyndir og finna einhverjar upplýsingar um hvernig maður ætti að fara að því að vera gay og lifa þannig, það var ekkert hægt að fá nema í raun og veru í gegnum bækur og blöð.
Svo þetta var svona alls konar „innvortis“ starfsemi ef segja má; kaffisala og skemmtanir og bókasafnið, og svo var náttúrulega þessi símaþjónusta. Við vorum með fræðslusíma, mig minnir að við höfum svarað í hann tvisvar í viku eitthvað svoleiðis. Hann var kannski svona upphafið að því að Samtökin fengu yfirleitt fast húsnæði, það þurfti að vera hægt að svara í síma og ástæðan fyrir því var eiginlega sko AIDS. […] Fólk þurfti að geta spurst fyrir og þannig að símatímarnir voru líka, það var svona, við reyndum að setja, velja það fólk sem að treysti sér í að svara í símann og já, já. Þetta var svona það sem var að gerst inni í húsinu og það var mjög mikið, þetta var svona, þessi ár fóru dálítið í að styrkja innviði félagsins.
Lana Kolbrún Eddudóttir, janúar 2017