skip to Main Content

ANNA FRÍK

Árið ‘93 gaf ég út þessa bók;  Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum [’78] sett fram á frekar öfgafullan hátt. Svona setningar sem ég hafði heyrt hér og þar í partýjum og upplifanir og húmor sem ég hafði heyrt í gegnum árin. Þetta var svona hálfgerð partýljóð.

Spyrill: Hver er Anna Frík?

Bara tákn fyrir ungan strák á þessum aldri á þessum árum. Unga hommastráka á þessum árum og lífið sem þeir lifðu og þessa lífsreynslu. Það voru þessi samtök og þessar Kaupmannahafnarferðir sem áttu að frelsa alla og þetta var bara lífsreynsla þessara stráka sem ég var að skemmta mér með. Bókin kom út ‘92. Ég ætla að lesa eitt ljóðið sem heitir Samtökin og það hljóðar svona:

 

Samtökin eru ekki sýnd á neinu korti

samt eru þau hugsanlega til

á uggvænar dyr í bakhúsi ég banka

og bíð þess sem ég hræðist og vil

ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi

enda forskotið helst til of lítið

þegar fyrir opnum dyrum dolfallinn ég stend

og dáfagur piltur segir: Þú! En skrýtið!

Ég fæ mér sæti sjúkur af ótta

mig sundlar þegar ég brosi og aftur brosi,

bara að áhyggjunum af mér létti fljótti

og eitthvað út mig tosi og aftur tosi

Rangt er sem áður rétt var talið

rumskar nú sem inni var alið

laumast á stjá sem fyrr var falið

frískast það sem áður var galið

inni starar strákarnir á mig

ég stend (og mér öllum) eins og þvara

keisaraynjan af kaos sjálf og gógó

þær kynna alla til vonar og vara:

Simbi Binni og Tóta Björk tútta

Trixie delight og Nonni súper sódó

Glóbó sæta og Lína leðurþýða

Lalli bí og Dúddi og Öddi ódó

Einstæðings-Donni og austfjarðarþokan

sá innistæðulausi og Böddi beibí

Þuríður sundfyllta og sædrottningin í baðinu

Siggi suck og Maggi meibí.

Rangt er sem áður rétt var talið

rumskar nú sem inni var alið

laumast á stjá sem fyrr var falið

frískast það sem áður var galið

þátíð firrtur reyni að þykjast ég sjálfur

þannig á það víst að vera

strákarnir kenna mér klækina alla

ég kópíera allt sem ég sé og hlera

Iúr elum ı við (okkur) fjölritum grimmt

fjendanna hrun er vel undirbúið

við párum og skröfum og skemmtum okkur

en skelfing hvað allt er öfugsnúið

hommarnir eru sundrað lið og sensorerað

sóknin er mannlaus og allslaus að kalla

við erum ekki eins og hinir hommarnir

hugsa flónin og á eigin bragði falla

þeir vilja að við höfum hægt um okkur

og horfnir gegnum lífið læðumst

þarf endilega að flagga þessari fötlun

finnið ekki að við ykkur hræðumst?

Frá bókinni horft eruð þið sjúkir og sekir

og syndugir, allt í einum pakka,

fyrir að fá um mínar götur að ganga

úr gasklefum frjálsir pent þið skylduð þakka

samfélagið er auðvitað ykkar líka

og alla ykkar tilveru met ég og skil

þið verðið bara að virða afstöðu okkar

að eðlilega eru þið ekki til.

 

Back To Top