skip to Main Content

ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA

Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi] var að þegar þetta var að koma upp, þá fór ég í alnæmispróf, bara með fyrstu mönnum, og talaði í framhaldi af því við Helga Valdimarsson prófessor í ónæmisfræðum. Hann var þá með þessi próf…

lesa meira

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor…

lesa meira

PÓSTINUM VAR STOLIÐ

Ég lærði þá lexíu að það er þakkarvert að fá gluggapóst. Ég lenti nefnilega í því að fá ekkert í nær hálft ár. Ég fékk ekki bankarukkanir mínar, ég fékk ekki símareikningana mína, ég fékk engin persónuleg bréf, ég fékk ekkert af póstinum mínum frá Samtökunum ['78], tilkynningar um að…

lesa meira

TILFINNINGAÞRUNGIN STUND

Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem vorum ýmist á grát- eða hlátursstiginu. Á miðnætti þegar lögin gengu í gildi og við söfnuðumst saman í Fríkirkjunni — mikill fjöldi samkynhneigðra, vina og ættingja, kannski á annað hundrað…

lesa meira

SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA

Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki í lagalegu tilliti né félagslegu eða menningarlegu. Við þetta búum við og ég segi stundum að mér finnst að Samtökin ‘78 séu á þessum vettvangi að vinna starf sem allt…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX

Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna ['78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við sem formaður. En ég hef varðveitt þessa fyrstu reynslu því að hún hefur verið mér hvati og hún hefur verið mér áminning, mjög holl áminning um það hvað við þurfum…

lesa meira

AÐ SEGJA FORELDRUM FRÁ

Nú ég sagði foreldrum mínum hins vegar ekki frá því að ég væri lesbía fyrr en ég var að skilja við fyrstu konuna mín. Faðir minn tók því svona, aldraður bóndinn, hann svona tók þessu vel en vildi lítið ræða þetta og ekki fyrr en alsíðustu ár viljað tala um…

lesa meira

UPPGÖTVUN

Ég uppgötvaði á einni nóttu að ég væri lesbía. Ég hafði átt við þann möguleikann á að ég væri eitthvað öðruvísi en ég kynntist ekki hugtakinu lesbía fyrr en ég var orðin tvítug og komin hingað til Reykjavíkur og þá var ég búin að móta mér ímynd: Ég var óhamingjusöm,…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira
Back To Top