skip to Main Content

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna heima inni í eldhúsi að mála eldhúsið. Þetta var eitthvað svo abstrakt. Og eins og ég sagði, mér fannst þetta vera annað líf, í öðru lífi og ekki beint, erfitt að tengja við þetta í dag en það hefur svo margt breyst sem betur fer sko. En sársaukinn er þarna, ég meina söknuðurinn og áfallaferlið í raun og veru og sko sem að maður fór í gegnum þarna, og ég á ágætis líf í dag, en að mörgu leyti er ég enn þann dag í dag að vinna úr þessu ferli.

[…]

Það kom reyndar ekki fram að, með CMV vírusinn sem var talað um þarna, þetta er vírus sem að réðist á augun í mér og ég, fyrir svona tíu árum síðan, var ég sem sagt greindur lögblindur og læknarnir eru búnir að vera að kljást við að bjarga í mér sjóninni í rúmlega tíu ár. Og svona þótt maður hafi komist yfir þetta erfiða tímabil sko að vera orðinn, að lyfin voru að keyra sem sagt veiruna, alnæmisveiruna, HIV veiruna niður að þá var skaðinn skeður í mínu tilfelli að hérna með augun t.d. að þannig að ég gat ekki horft framhjá því að þetta var ennþá inni í lífi mínu. Þessi sjúkdómur hafði markerað mig og gerir enn.

Donni, 2017.

Back To Top