skip to Main Content

EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU

Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema bara til að kíkja upp á bókasafn og byrja að grúska. Af því að það mega þau eiga að þau hafa alltaf rekið ofsalega gott heilbrigt bókasafn með öllum þeim…

lesa meira

HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI

Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru liðin þessi ár sem þurfti til að við gátum farið aftur inn í Samtökin og þó að við segðum nú kannski aldrei endilega skilið við þau, við komum oft á…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

ÞARNA MÁTTI DANSA VIÐ STELPU

Ég man alltaf þegar fyrsta vinkona mín úr þessum hópi sagði: Ég ætla bara að fara að viðurkenna að ég sé lesbía. Það var líka mikil opinberun fyrir mig að einhver ætlaði bara að fara úr þessum feluleik og þessum þykjustuleik og bara segja þetta og orða þetta. Og skömmu…

lesa meira

ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI

Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986 sem Vilmundur Gylfason hafði verið með um að stuðla að. [...] Þá ákvað ég að taka upp þetta mál og leggja fram þingsályktun sem fæli það í sér að íslenska ríkið beitti sér í því…

lesa meira

BRÉFUNUM VAR EKKI SVARAÐ

Iceland Hospitality skildist mér, var eitthvað sem ég kom aldrei nálægt en menn stóðu hér að, einhverju bréfahólfi og auglýst um allan heim. En [þeir] svöruðu ekki bréfum fann ég út einn dag og ég, ég varð foxillur. [...] Til að hafa mig rólegan, þá var mér boðið, var ég boðaður á fund…

lesa meira

FYRSTU SKREFIN

Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa kytru, niðurgrafna, galtóm, engin húsgöng þar. Félagið var alveg tækjalaust og það gekk ekki að leigja þetta lengi. Þannig að við urðum aftur húsnæðislaus og það var opið hús hérna…

lesa meira

STOFNUN SAMTAKANNA

Það var þarna um veturinn ‘78, þá hafði verið stofnað félag sem hét Iceland Hospitality sem ég vissi um en tók engan þátt í. Og menn sem voru þar og fleiri menn sem höfðu margir búið til dæmis í Kaupmannahöfn og þekktu til félagsins þar. Þeir vildu fara að koma…

lesa meira

REIF SKÍRTEINIÐ SITT

Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á Íslandi yfir í Samtökin ‘78 - félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi, minnir mig það hafi verið. Og í forystu fyrir þessari tillögu var vinur minn og góður félagi af…

lesa meira

TVÍKYNHNEIGÐIN VAR VIÐKVÆMT MÁL

Þetta með tvíkynhneigðina,  sko það var fyrst byrjað að tala um að við mættum ekki hafa þetta svona þröngt, það væri tvíkynhneigt fólk í félaginu og við værum að útiloka það með því að hafa ekki, hafa það ekki með í titlinum. Og ég held bara hreinlega, ég ætla bara…

lesa meira
Back To Top