skip to Main Content

FURÐULEG AFSTAÐA KIRKJUNNAR

Ég hef fengið það svar frá klerki einhvern tímann þegar ég var í erindi á vegum kirkjunnar að benda á að við teldum að það væri verið að neita okkur um þjónustu — þá benti nú einn klerkurinn á þetta „en þið eruð nú jörðuð.“ Skírnin og ferming það er enn þá þegar allir trúa að við séum straight, það er gert út á það að ef þú segir að þú sért ekki eitthvað annað þá ertu straight. Ef þú gengur út á götu og þá halda allir sem horfa á þig að þú sért straight. Ekki það að fólk hugsi það meðvitað heldur er þetta er bara normatíft ástand. Og á meðan þetta normatífa ástand ríkir við skírn og við fermingu þá er okkur veitt þjónustan en næst er það jarðarförin. Auðvitað er þetta þversögn, auðvitað er þetta þvílík tilvistarkreppa að stofnun sem kennir sig við kærleiksboðorðin skuli loka sínum dyrum fyrir fullri þjónustu fyrir samkynhneigða. Þetta er svo ótrúlegt, þetta er svo fáránlegt að það tekur ekki tali. Fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að selja ákveðna vöru — við skulum bara líta kúl á dæmið — það er enginn munur á kirkjunni og öðrum stofnunum. Það er að selja ákveðna vöru: það er kærleiksboðorðið og það er umburðarlyndið, og að allir menn séu jafnir fyrir Guði og hver og einn skuli fá að lifa nákvæmlega eins og hann er og að sannleikurinn muni gera okkur frjáls. Þetta er varan sem er verið að selja okkur en þegar samkynhneigðir koma úr felum með sinn sannleika og hætt að lifa í lyginni þá á sannleikurinn ekki að gera okkur frjáls þá er sú vara, sú hilla ekki í boði fyrir okkur. Þá er hún bara í boði fyrir aðra og kærleiksboðorðið jafnar stöðu allra, þá lokast sú hilla líka. Þetta heitir nú dálítið léleg kaupmennska að loka bara hillunni á hluta kúnnanna.

 Margrét Pála Ólafsdóttir, 1997

Back To Top