skip to Main Content

LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI

Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski ákveðin hræðsla við þetta. Við urðum náttúrulega, þessar ungu róttæku kvenfrelsiskonur, við urðum fyrir heilmiklum fordómum í samfélaginu, þar sem m.a. vorum við gjarnan kallaðar lesbíur og var það gert til þess að niðurlægja okkur. Það var mjög útbreitt með kvenfrelsiskonur að það væri notað svona sem skammaryrði um þær. Það gerði það kannski að verkum að þær voru hræddari en ella að taka upp þessa umræðu vegna þess að það myndi staðfesta að þetta skammaryrði ætti við um þær.

Úr viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, 2002

Back To Top