skip to Main Content

SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA

Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki í lagalegu tilliti né félagslegu eða menningarlegu. Við þetta búum við og ég segi stundum að mér finnst að Samtökin ‘78 séu á þessum vettvangi að vinna starf sem allt…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX

Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna ['78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við sem formaður. En ég hef varðveitt þessa fyrstu reynslu því að hún hefur verið mér hvati og hún hefur verið mér áminning, mjög holl áminning um það hvað við þurfum…

lesa meira

HENT ÚT ÚR ÍBÚÐINNI

Ég var í minni fyrstu sambúð með konu - þá ætlaði ég að flytja inn til hennar og það var nokkuð sem við vorum mjög sammála um, í íbúð sem hún hafði leigt í einhver ár og átt afar góð samskipti við leigulsalann sem bjó á efri hæðinni. Þegar hún…

lesa meira

UNGLINGSÁR Á AKUREYRI

  Ung kona á Akureyri í menntaskóla með lítið barn um það bil að fara gifta mig í Akureyrarkirkju hjá séra Pétri og já að byggja. Taktu eftir því  - að byggja í blokkaríbúð! Á Akureyri og á Norðurlandi yfirhöfuð voru hugtök eins og lesbíur og leiguhúsnæði ekki til. Trúlega…

lesa meira

ALLT ÖNNUR SAMTÖK Í DAG

Samtökin '78 í mínum huga eru ekki lengur til. Þau voru byggð í kringum ákveðnar hugmyndir. Þau eru byggð á sínum tíma, ‘78, á róttækum hugsjónum, um ákveðnar baráttuaðferðir, sýnileika, pólitík sem skipti okkur öll máli, í kringum samstöðu, hommanna annars vegar, lesbíanna hins vegar og svo finna hvað við…

lesa meira

BREYTING Á SAMTÖKUNUM

Af hverju eigum við að vera í felum? Af hverju getum við ekki talað upphátt um okkar hluti? Af hverju getum við ekki farið í fjölmiðla? Af hverju erum við að reka félagsmiðstöð sem er aðallega ætluð, já sem er að einhverju leyti ætluð meira fyrir djamm heldur en pólitískt…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan.…

lesa meira

ÍSLENSK-LESBÍSKA

Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í Samtökunum. Við vorum fámennari, við vorum minna áberandi. Alþjóðasamtökin ILGA voru nýbúin að beina þeim tilmælum til aðildarfélaganna sinna að telja alltaf lesbíur upp á undan hommunum í nafni og…

lesa meira
Back To Top