skip to Main Content

EYRU YFIRVALDA

Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt. Þetta varðaði í raun og veru bara þjóðarhag og þjóðaröryggi að ná samtali við þennan minnihlutahóp og hommar voru mjög margir í felum og það varð einhvern veginn að koma…

lesa meira

ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN

Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg máttlausir og magnlausir yfir því að vera að fara að deyja. Það voru margir sem ég held að hafi líka notið lífsins á vissan hátt en margir líka fóru að…

lesa meira

AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR

Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma vegna þess að það var ekki hægt að tala um þetta útávið. Hér voru aðstandendur að hittast eiginlega eins og einhver leynihópur og fólk sagði ekkert frá, þetta var algjört…

lesa meira

VERRA EN AÐ DEYJA

Hommi kemur heim frá útlöndum, hann er veikur, hann hefur aldrei sagt fjölskyldu sinni einu sinni að hann væri hommi. Og síðan veikist hann af þessum sjúkdómi, hann er lagður inn á spítala, hann fer inn á A7 sem að var legudeild smitsjúkdóma og þar var fólk sett í einangrun.…

lesa meira

PASSAÐI ALDREI INN

Nema það að svo koma líkflutningsmenn, þurfa að koma og sækja hann [Sigurgeir Þórðarson]. Og það var búið að pakka honum öllum inn, hann var allur í líni, við vorum búin að vefja hann inn í hvítt lak. Og ég man á þessum tíma það var nú oft búið að…

lesa meira

HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI

Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann var erfiður vegna fordómanna og hræðslunnar og hann var erfiður vegna þess að maður þurfti að fela sorg sína. Og syrgja hann í hljóði. --- Stemningin í samfélaginu hún var…

lesa meira

ÞRIÐJA FLOKKS VERUR

Sko, það gerist þegar að alnæmisveiran er uppgötvuð og þessi hystería sem fer í gang um að þetta sé hommasjúkdómur, auðvitað barði hún niður, á vissan hátt í samfélaginu, tiltrú á okkur og gerði okkur að einhverjum þriðja flokks verum. Og þá reyndi á samstöðu okkar. Og ég held að…

lesa meira

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar…

lesa meira

TUTTUGU MANNS GREINDUST 2016

Það voru að greinast tuttugu manns í fyrra [2016] HIV jákvæðir. Sem er svona næstum því jafn stór tala og í upphafi alnæmisfaraldursins. Og ég er að spá í svona hversu sýnilega eða já hvað er verið að gera í raun og veru í dag? Það er ekki búið að…

lesa meira

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna…

lesa meira
Back To Top