skip to Main Content

HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL

Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta var ekki gert með sömu gleðinni og áður og  dró mjög úr þessu öllu saman og allt hommasamfélagið fór inn í svolitla skel. Og menn urðu mjög tortryggnir gagnvart hvor…

lesa meira

SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA

Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki í lagalegu tilliti né félagslegu eða menningarlegu. Við þetta búum við og ég segi stundum að mér finnst að Samtökin ‘78 séu á þessum vettvangi að vinna starf sem allt…

lesa meira

HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR

  Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og vel, fólk leit á okkur sem einhvern hóp þar sem hinar kynlegu hvatir söfnuðust saman, fólk sem ætti það eitt sameiginlegt að elska sama kyn. Sumir litu á þetta sem…

lesa meira

FYRSTU DAGARNIR SEM FORMAÐUR SAMTAKANNA

Ég byrjaði á því að skúra niðri í húsi, ekki af því að það væri svo mikil þörf á því í sjálfu sér en það er best að byrja á smáverkunum. Ég byrjaði síðan á því að fara ofan í hvern einasta pappakassa og plastpoka sem ég fann, ég fann…

lesa meira

SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX

Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna ['78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við sem formaður. En ég hef varðveitt þessa fyrstu reynslu því að hún hefur verið mér hvati og hún hefur verið mér áminning, mjög holl áminning um það hvað við þurfum…

lesa meira

ALLT ÖNNUR SAMTÖK Í DAG

Samtökin '78 í mínum huga eru ekki lengur til. Þau voru byggð í kringum ákveðnar hugmyndir. Þau eru byggð á sínum tíma, ‘78, á róttækum hugsjónum, um ákveðnar baráttuaðferðir, sýnileika, pólitík sem skipti okkur öll máli, í kringum samstöðu, hommanna annars vegar, lesbíanna hins vegar og svo finna hvað við…

lesa meira

BREYTING Á SAMTÖKUNUM

Af hverju eigum við að vera í felum? Af hverju getum við ekki talað upphátt um okkar hluti? Af hverju getum við ekki farið í fjölmiðla? Af hverju erum við að reka félagsmiðstöð sem er aðallega ætluð, já sem er að einhverju leyti ætluð meira fyrir djamm heldur en pólitískt…

lesa meira

Í GÖMLU HÁLFFÖLDU PAKKHÚSI

Ég kynnist Samtökunum ['78] 1984. Og sem félagsvön kona þá leitaði ég uppi hvar lesbíur væru og fer á kvennakvöld. Og það er þá, já mér er sagt hvar það sé og þetta var í einhverju vöruhúsi, ekki, trúlega í Bolholti og ég svona finn nú dyrnar og það eru…

lesa meira

LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI

Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum af því að það var svo mikill ótti að ef þú ynnir með börnum að þá geturðu haft neikvæð áhrif. Allir voru viðbúnir að fá þá árás á sig. Og…

lesa meira

ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK

Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil, einhvern lesbíustimpil, einvern „ókonu“-stimpil. Og ég man að við vorum þarna í Íslensk–lesbíska róttækar konur lengst til vinstri, Allaballar, en við meira að segja gáfumst upp þar og flúðum þaðan.…

lesa meira
Back To Top