skip to Main Content

SENDUR TIL GEÐLÆKNIS

Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með HIV, hommi með HIV eða maður væri bara hommi eða bara lesbía að þá var sagt svona: „Vá þú átt svo góða foreldra þau bara taka þér þrátt fyrir þetta“.…

lesa meira

AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR

Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma vegna þess að það var ekki hægt að tala um þetta útávið. Hér voru aðstandendur að hittast eiginlega eins og einhver leynihópur og fólk sagði ekkert frá, þetta var algjört…

lesa meira

PASSAÐI ALDREI INN

Nema það að svo koma líkflutningsmenn, þurfa að koma og sækja hann [Sigurgeir Þórðarson]. Og það var búið að pakka honum öllum inn, hann var allur í líni, við vorum búin að vefja hann inn í hvítt lak. Og ég man á þessum tíma það var nú oft búið að…

lesa meira

HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI

Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann var erfiður vegna fordómanna og hræðslunnar og hann var erfiður vegna þess að maður þurfti að fela sorg sína. Og syrgja hann í hljóði. --- Stemningin í samfélaginu hún var…

lesa meira

RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI

Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri skynsemi. Eða að fá fólk veifandi Biblíunni til þess að tilkynna að sumir væru ekki guði þóknanlegir, að sumum bæri ekki sami réttur og öðrum eingöngu vegna þess að þú…

lesa meira

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna…

lesa meira

SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI

Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og áfengisneyslan að því leyti þjónað allt öðrum tilgangi hjá okkur en venjulegu fólki. Þetta var ekki bara til að gera sér dagamun heldur til þess að fá sér kjark og…

lesa meira

ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR

Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem maður vissi að væri smitaður. Væri óhætt að kyssa þá bless? Allir voru að kyssast mikið á þessum tíma í samkynhneigðu fjölskyldunni. Maður þurfti að komast yfir það, væri allt…

lesa meira

HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN

Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það mátti ekki segja lesbíur, hommar. Og það átti að vera lespa og hómi. Einhvers staðar heyrði ég einhvern af minni kynslóð útskýra það sem svo að breytingin hefði komið með…

lesa meira

ÞAÐ BRAST Á MEÐ ALLSKONAR KYNHNEIGÐ

Þessi þáttur, Í sannleika sagt, var á Ríkissjónvarpinu. Og kannski er fyrsta stóra sýnileikadæmið á sjónvarpi allra landsmanna. Og þetta system það er fólk í sal og fólkið í salnum eru bara hommar og lesbíur og pabbar þeirra og mömmur. Svo er panell þarna og einhverjar fjórar, fimm manneskjur, þar…

lesa meira
Back To Top