skip to Main Content

ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA

Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég held bara að það sé bara ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta andrúmsloft var. Og að horfa upp á vini sína deyja og veslast upp úr svona hræðilegum sjúkdóm…

lesa meira

EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA

Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst það nú bara alveg sjálfsagt mál og var þarna, starfaði í stjórn Samtakanna í tvö ár ’91, ‘92 og það litla sem maður gat gert þá á þeim vettvangi það…

lesa meira

BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT

Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna ótilgreindum sjúkdómi sem að enginn veit hvernig hérna hefur orðið til og hvernig hann útbreiðist í raun og veru. Þannig að það er komið allt annað landslag í myndina. Nú…

lesa meira

ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ

Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers staðar og fá ekki að vera þessar manneskjur sem þau voru og þetta voru bara þessu litlu skref sem að voru stigin þá. Þetta byrjaði bara á lítilli kaffistofu þar…

lesa meira

VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN

Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum, með allskonar erindi sem, ég segi fyrir mig, var enginn maður til að leysa úr. Fólk sem var, já menn sem kannski voru í einhverjum kynskiptihugleiðingum sem að bara, ég…

lesa meira

NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR

Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök og kannski gekk það stundum dálítið langt, ég veit það ekki. Þetta átti að vera svo ofboðslega vammlaust, bara nánast eins og saumaklúbbur. Ekki rétt? Alla vega okkur var annt…

lesa meira

FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA

Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri lesbísk. Frekar út af pólitík en lesbisma eða sko hinni pólitíkinni, að ég væri vinstrimaður eða kommúnisti, heldur en nokkurn tímann að ég væri lesbísk. Ég held að það hafi…

lesa meira

EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK

Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í hún vildi örugglega ekki flytja til Vestmannaeyja. Hefði hún verið tilbúin til að flytja til Vestmannaeyja þá held ég að ég hefði ekki farið héðan á þeim tíma. Og ég…

lesa meira

ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS

Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var náttúrlega alltaf einhver svona kjarnafjölskylda af lesbíum og hommum sem að algjörlega stóðu vaktina alveg út til hins ýtrasta á þessum erfiðu tímum. En líka hitt sko, það voru fordómar…

lesa meira

DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ

Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma og búið að halda fjölskyldufund og tala um að ég ætti þrjá mánuði eftir ólifað en ég man þegar að þessi fjölskyldufundur var haldinn að þá var ég bara hérna…

lesa meira
Back To Top