skip to Main Content

SVONA FÓLK

Svona fólk átti upphaflega að verða heimildamynd sem fjallaði um baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum lagalegum mannréttindum en árið 1992 tók kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir viðtal við vin sinn, Björn Braga Björnsson, um reynslu sína af því að lifa sem HIV smitaður hommi á Íslandi.

Verkefnið vatt upp á sig og á næstu þremur áratugum urðu til um það bil 400 klukkustundir af kvikmynduðu efni sem komst auðvitað hvorki fyrir í einni heimildamynd né fimm þátta sjónvarpsseríunni sem var sýnd á RÚV árið 2019.

Þessar upptökur geyma ómetanlegar heimildir um bæði sögu homma og lesbía á Íslandi sem og þróun íslensks nútímasamfélags og því var ákveðið að gera stóran hluta af viðtölunum aðgengilegan bæði í handriti og á kvikmynd fyrir almenning og aðra áhugasama um þessa sögu. Vefsíða þessi heldur utan þessi viðtöl ásamt ýmsum öðrum heimildum og fróðleik.

Button PRIDE
Arnarhóll 1993 FJAÐRAFOK
46495864_10155992063318100_4431930916851417088_o HORFA Á SVONA FÓLK

Síðustu sögubrot og fréttir:

03Aug 17

UPPGÖTVUN

Ég uppgötvaði á einni nóttu að ég væri lesbía. Ég hafði átt við þann möguleikann…

lesa meira

Síðuna styrktu:

Logo_forsíða2
FOR_IS_logo

VIÐMÆLENDUR

Arni Garðars ÁRNI
GUÐNI GUÐNI
LANA LANA
Nonni_77 NONNI
Anni Haugen ANNI
Screen Shot 2020-02-19 at 13.24.45 NANNA
Ragnhildur Sverris RAGNHILDUR
Elísa í viðtali ELÍSA
DONNI DONNI
Lára LÁRA
Vidar_Egg VIÐAR
Megas MEGAS
Baldur Þórhallsson BALDUR
Guðrún Ögmundsdóttir 2006 GUÐRÚN ÖGMUNDS
MARGRÉT PÁLA MAGGA PÁLA
BÖÐVAR BÖÐVAR
Rosberg_strond SIGURÐUR RÓSBERG
Stella STELLA
LILJA LILJA
Palli 1997 PÁLL ÓSKAR
Elías Mar ELÍAS MAR
Screen Shot 2020-08-31 at 16.29.54 HANNA MARÍA & BOGGA
KALLÍ
Jón Dúddi JÓN DÚDDI & RÓSI
Screen Shot 2017-06-14 at 14.42.54 BJÖRN BRAGI
HARPA HARPA
Veturlidi VETURLIÐI
ÁRNI GLÓBÓ ÁRNI GLÓBÓ
Rannveig RANNVEIG
100-0031_IMG_2 HRAFNHILDUR
GUÐRÚN G GUÐRÚN
Heimir Már Pétursson HEIMIR
HuldaWaddellPride HULDA
Ingibjörg Sólrún 2001 INGIBJÖRG SÓLRÚN
Gulli-1 GULLI
ÞORVALDUR ÞORVALDUR

„Framvarðarsveitin í okkar baráttu voru dragdrottningarnar. Það voru þær sem stóðu hugrakkar, fremstar í baráttunni og voru barðar, var nauðgað, þær voru myrtar. Þetta er framvarðarsveitin, þetta er fólkið sem að var fremst á vígvellinum. Og ef við heiðrum þær ekki í Gleðigöngunni þá getum við gleymt þessu.”

Heimir Már Pétursson, 2020

„BDSM er langt frá því að vera tengt bleiku glimmeri. BDSM stereotýpan er miklu sterkari, miklu svartari, dimmari, grimmari, djöfullegri, en sko hún er jafn röng og hún er djöfulleg.”

Magnús Hákonarson, 2020

„Nú fáum við að reyna það á eigin skinni svona í ljósi sögunnar að þegar ákveðin öfl komast til valda sem hafa horn í síðu minnihlutahópa eða finna þeim allt til foráttu að þá verður að vera til einhvers konar skipulagður sýnileiki fyrir minnihlutahópinn og þeir sem tilheyra hópnum verða að fá staðfestingu á því að þau eigi sér bakland. Að það sé fjöldi.”

Páll Óskar Hjálmtýsson, 2020

HAFÐU SAMBAND

KRUMMAFILMS

Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS

(+354) 821 1110
hrabba@krummafilms.com
FINNIÐ OKKUR

    FORSÍÐA

    Back To Top