skip to Main Content
Gulli
GUÐLAUGUR JÓNSSON

Guðlaugur Jónsson er fæddur í Reykjavík 1931 og lést árið 2009. Gulli (Laugi) rakari eins og hann var oft kallaður vann við ýmis þjónustustörf ungur að aldri en fljótlega beindist áhugi hans að þeirri iðngrein sem hann starfaði lengst við. Hann lærði til rakara hjá Jóhannesi rakara í Aðalstrætinu. Síðar fór Guðlaugur til Kaupmannahafnar og lærði hárgreiðslu hjá konunglega hárgreiðslumeistaranum á Strikinu. Þar að auki lá leið hans m.a. til Parísar og New York þar sem hann nam nýjustu vinnubrögð í faginu. Um 1960 kom hann til Íslands og vann óslitið til ársins 2006 á rakara- og hárgreiðslustofunni í Kirkjutorgi 6, fyrir utan eitt ár er hann starfaði í Keflavík. Hann var vel þekktur fyrir sinn litríka karakter og var mjög áberandi á götum Reykjavíkur allt fram til dauðadags.

SÖGUBROT

GULLI

Back To Top