skip to Main Content
100-0032_IMG
HrabbaCo
Hrabba (1)
HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR

Hrafnhildur Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1964  og ólst þar upp. Hún lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaliforníu og dvaldi þar um hríð en flutti aftur til Íslands fljótlega upp úr aldamótunum 2000. Árið 1992 tók hún fyrsta viðtalið varðandi það sem átti síðar eftir að eftir að verða hið viðamikla verkefni Svona fólk. Svona fólk átti upphaflega að verða heimildamynd en breyttist fyrst í fjögurra þátta sjónvarpsþáttaröð, svo fimm þátta röð ásamt afleggjaranum Fjaðrafoki og heimildavefssíðu þessa. Ekki er vitað hverju Svona fólk tekur upp á næst. Ásamt þessu hefur Hrafnhildur framleitt og leikstýrt fjölda verkefna bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hún býr í Reykjavík ásamt konu, barni, tveimur hundum og kettinum Kæfu.

SÖGUBROT

HRAFNHILDUR

Back To Top