skip to Main Content
Screen Shot 2020-08-31 at 16.29.54
HANNA MARÍA & SIGURBORG

Sigurborg Daðadóttir starfar sem yfirdýralæknir hjá MAST. Sig­ur­borg er dýra­lækn­ir frá Tierärztlich Hocschule í Hanno­ver og hef­ur auk þess lokið námi í rekstr­ar- og viðskipta­fræði frá End­ur­mennt­un­ar­stofn­un Há­skóla Íslands. Sigurborg hefur starfað við ýmis störf tengd dýralækningum og matvælaiðnaði meðal annars við gæðastjórnun og áhættumat. Hún er gift Hönnu Maríu Karlsdóttur.

Hanna María Karlsdóttir lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Hanna María var fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 37 ár og sat í stjórn félagsins 2001-2003. Hún hefur leikið yfir 80 hlutverk á ferlinum m.a. í Jóa, Djöflaeyjunni, Þrúgum reiðinnar, Dómínó, Mávahlátri, Öndvegiskonum,Söngleiknum Ást, Fjölskyldunni, Faust og Ofviðrinu. Hún dansaði einnig hlutverk Nönu í Through Nana‘s eyes, með Íslenska dansflokknum. Hanna María leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós. Hjá LA lék hún í Stálblóm og Tobacco Road. Af fjölda kvikmynda má nefna Gullsand, Einkalíf, Agnesi, Börn, Sveitabrúðkaup, Kóngaveg og 101 Reykjavík en Hanna María var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd og einnig fyrir hlutverk sitt í Sveitabrúðkaupi. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar. Hún lék í Ófærð 1 og fleiri sjónvarpsverkefnum. Hennar aðalstarf í dag er að lesa inn bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands.

 

 

SÖGUBROT

HANNA

Back To Top