skip to Main Content
Rannveig
RANNVEIG TRAUSTADÓTTIR

Rannveig Traustadóttir er fædd árið 1950. Hún lauk doktorsprófi í fötlunarfræði frá Háskólanum í Syracuse í Bandaríkjunum 1992, hóf síðan störf við Háskóla Íslands, stofnaði þar námsbraut í fræðum sínum og er nú prófessor í fötlunarfræði. Hún hefur sent frá sér fjölda bóka og ritgerða um fötlunarfræði og hefur jafnframt vikið víða í rannsóknum sínum að hlutskipti samkynhneigðra og annars hinsegin fólks. Rannveig átti ómetanlegan þátt í því að styðja með fræðilegum rökum rétt samkynhneigðra til ættleiðinga og sú vinna gat meðal annars af sér bókina Samkynhneigðir og fjölskyldulíf sem hún gaf út ásamt Þorvaldi Kristinssyni (2003). Rannveig sat í stjórn Samtakanna ʼ78 á árunum 2002–2006. Hún býr í Hafnarfirði.

SÖGUBROT

RANNVEIG

Back To Top