skip to Main Content
Ragnhildur Sverris
RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR

Ragnhildur Sverrisdóttir gekk í Samtökin 78 árið 1979 og er fyrsta konan sem kjörin var í stjórn Samtakanna árið 1983. Hún starfaði með samtökunum um nokkurra ára skeið og var einn stofnenda Íslensk-Lesbíska. Eftir langt hlé frá félagsstörfum tók hún sæti í trúnaðarráði Samtakanna 78 árið 2017-2019. Árið 2018 var hún kjörin í stjórn Hinsegin daga og situr þar enn. Ragnhildur hefur starfað sem blaðamaður og almannatengill og er nú upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Kona hennar er Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður. Dætur þeirra eru Elísabet og Margrét.

SÖGUBROT

RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR

Back To Top