1990 - 1999
Baráttan gegn Alnæmi heldur áfram en landið fer smám saman að rísa þegar ný lyf, sem halda sjúkdómnum í skefjum, koma fram um miðjan áratuginn. Lagaleg staða samkynhneigðra bætist til muna með nýjum lögum um staðfesta samvist 1996 og fyrsti vísir að gleðigöngum birtist.
1991
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp sýninguna Rocky Horror Picture Show og Páll Óskar Hjálmtýsson skýst upp á stjörnuhimininn. Í kjölfarið opna þeir Páll Óskar og Maríus Sverrisson drag-skemmtistaðinn Moulin Rouge við Hlemm og drag varð gríðarlega vinsælt. Moulin Rouge var starfræktur í um tvö ár og markaði í raun upphaf gay-skemmtistaðamenningar á Íslandi. Síðan þá hefur alltaf verið starfræktur að minnsta kosti einn hinsegin skemmtistaður í Reykjavík.
Páll Óskar á 17. júní 1991
Drag varð gríðarlega vinsælt
Rocky Horror á Moulin Rouge
Dragkeppni á Moulin Rouge
Dragkeppni á Moulin Rouge
1992
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir biður um úttekt á stöðu samkynhneigðra á Íslandi. Í kjölfarið er mynduð nefnd um málið en í henni eiga m.a. sæti Guðni Baldursson og Lana Kolbrún Eddudóttir. Nefndin er í meginmálum sammála en klofnar í afstöðu sinni til þess hversu langt á að ganga í tillögum til úrbóta. Þrátt fyrir stór skref næst ekki sátt um mál eins og tæknifrjóvganir, forræði yfir börnum, ættleiðingar o.fl. Guðni og Lana skila minnihlutaáliti og krefjast fullra réttinda fyrir samkynhneigða. Nefndin skilaði af sér viðamikilli skýrslu og urðu flestar tillögur hennar að lögum árið 1996.
1993
Margrét Pála Ólafsdóttir verður fomaður Samtakanna ’78. Hún fer með baráttuna lengra út á við og gerir Samtökin meira áberandi, tekur slaginn í fjölmiðlum, rökræðir við fulltrúa kristilegra hópa á opinberum vettvangi og skipuleggur borgarafund á Hótel Borg.
Viðtal við Margréti Pálu í Helgarpóstinum árið 1996
1993
Í fyrsta sinn í sögu RÚV er líf samkynhneigðra á Íslandi til umfjöllunar í umræðuþættinum Í sannleika sagt. Rætt er við nokkra samkynhneigða einstaklinga og fjölskyldur þeirra, um líf þeirra og fordómana sem samkynhneigðir verða fyrir á Íslandi. Með því að opna umræðuna og færa hana á ljósvakamiðla, varð merkjanleg aukning í fjölda samkynhneigðra sem komu úr felum á Íslandi, samkvæmt fyrrum formanni Samtakanna ’78, Lönu Kolbrúnu Eddudóttur.
Viðtal við Eystein Traustason, einn forsvarsmanna Félagsins, í Alþýðublaðinu árið 1995
1993
Aðalfundur Samtakanna ’78 fellir tillögu um að tvíkynhneigðir fái að vera með í nafni félagsins og að lög þess kveði á um baráttu fyrir réttindum tvíkynhneigðra. Í kjölfarið er Félagið – réttindafélag tvíkynhneigðra og samkynhneigðra stofnað. Félagið starfaði um nokkurra ára skeið, eða þar til sátt náðist og réttindabarátta tvíkynhneigðra var tekin inn í lög Samtakanna ’78 og nafni þess breytt.
1993 - 1994
Ákveðið er að halda Frelsisgöngu samkynhneigðra á vegum Samtakanna ’78 en í henni tóku nokkrir tugir manna þátt. Hún fór aftur fram að ári liðnu. Í kjölfarið var ákveðið að hvíla gönguna þar sem viðbrögð fjölmiðla og þátttaka stóðst ekki væntingar. Ef til vill var samfélagið ekki tilbúið og fáir tilbúnir til að ganga opinberlega með réttindum samkynhneigðra.
Ljósmyndir úr einkasafni Báru Kristinsdóttur, ljósmyndara.
1996
Alþingi leyfir staðfesta samvist fólks af sama kyni og veitti það nánast sömu réttindi og hjónaband (að undanskildum heimildum til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar, sem samkynhneigðir þurftu að bíða eftir í nokkur ár í viðbót). Þessi lagabreyting var mikilvæg til að breyta viðhorfi fólks til homma og lesbía til hins betra, að sögn Þorvalds Kristinssonar.
Lögin gengu í gildi þann 27. júní, á alþjóðlegum frelsisdegi homma og lesbía. Fjögur pör staðfestu samvist sína þennan dag. Þá efndu Samtökin ’78 til mikils fögnuðar og hátíðardagskrár í Borgarleikhúsinu og þangað kom Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands. Aldrei áður hafði þjóðarleiðtogi í heiminum mætt til opinberrar móttöku samkynhneigðra. Viðstaddir minnast þessa dags sem tilfinningaþrungins, þar sem skiptist á hlátur og grátur, enda um vatnaskil að ræða í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi.
1996
Ný lyf koma til sögunnar og umbylta meðferð alnæmissjúklinga. Fyrsti Íslendingurinn sem lyfin bjarga er Jón Helgi Gíslason (Donni), en hann var kominn í líknandi meðferð og ekki hugað líf.
Stilla úr viðtali við Donna í Svona Fólk.
Útitónleikarnir voru vel sóttir
Stuð á skemmtistaðnum 22
1999
Samtökin ´78 efndu til Hinsegin helgar í lok júní 1999 sem þótti gríðarlega vel lukkuð. Greinilegt var að hugarfarsbreyting hafði orðið á samfélaginu en nú mættu 1500 manns á útitónleika á Ingólfstorgi, þar af flestir gagnkynhneigðir. Auk tónleikanna var efnt til málþings, dansleikja og ýmissa skemmtana þessa helgi en þar var Stonewall uppþotanna minnst. Eftir helgi voru framsýnir menn farnir að viðra hugmyndir um göngu niður Laugaveginn.
Páll Óskar skemmtir börnunum
VIÐTÖL
EYRU YFIRVALDA
Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt.…
ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN
Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg…
SENDUR TIL GEÐLÆKNIS
Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með…
KEYRÐ UPP Í ÖSKJUHLÍÐ UM NÓTT
Ég var að koma af 22 og var á leiðinni heim og var hérna, þá stoppar löggan mig og bað…
STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR
Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst…
ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA
Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég…
EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA
Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst…
BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT
Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna…
RÖK GEGN ALMENNRI SKYNSEMI
Í allri umræðunni, var ekkert stórkostlegra en að fá einhvern sem að kom með rök sem gengu gegn allri almennri…
HEILDSALI Á LÍNUNNI
Ég held að uppáhalds sagan mín sé sagan um manninn sem hringdi í hana Jónínu Leósdóttur sem að þá var…
RAUÐHÆRÐAR GRÆNMETISÆTUR Í NEFND
Formaður nefndarinnar reyndi hvað eftir annað að finna samanburðarhóp í þjóðfélaginu og heiminum. Ég man eftir gyðingum sem voru þá…
ÖLL BRENNUVARGAR
Það voru ýmis ævintýri sem maður lenti í sem eru eiginlega skondin núna. Þetta er svo grátbroslegt. Það kom sérfræðingur…
ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS
Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var…
SKEMMTANALÍFIÐ TÓK VIÐ SÉR
Það var ofsalega mikil opnun á þessum tíma upp úr 1990. Það má segja að alnæmið setti á ákveðinn hátt…
SORGLEGUR UNDIRTÓNN Í GLEÐINNI
Ég held að mjög margt gay fólk, lesbíur og hommar á þeim tíma hafi notað áfengi sem kvíðastillandi lyf. Og…
STJÖRNURNAR Á MOULIN ROUGE
Ég var einmitt nýbúinn að vera í Rocky Horror, gerði Frank N' Furter í Rocky Horror í Iðnó. Leikfélag MH…
FÖGNUÐU SAMVISTARLÖGUM Á MIÐNÆTTI
Mér er minnisstæð athöfnin sem var um miðnættið daginn áður [en lögin um staðfesta samvist gengu í gegn 1996]. Þá…
ÞINGSÁLYKTUN UM STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI
Síðan ákvað ég að taka upp þetta mál sem var reyndar gamalt þingmál frá 1985–1986 sem Vilmundur Gylfason hafði verið…
REIF SKÍRTEINIÐ SITT
Það kom þessi tillaga [árið 1993] um að breyta undirtitli Samtakanna úr Samtökin ‘78 - félag lesbía og homma á…
HOMMI OG LESBÍA Á RÚV Í FYRSTA SINN
Þegar ég fór að vinna uppi á [Ríkis]útvarpi 1991 þá var ennþá í gildi þetta bann um að auglýsa. Það…
MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA
En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við…
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI
Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf…
LÖGIN TÓKU GILDI Á GAY PRIDE
Þegar [nefndin] skilaði af sér þá var hugmyndin að lögin um staðfesta samvist tækju gildi 1. júlí 1996. Og okkur…
HJÓNABAND VAR EIGN KIRKJUNNAR
Nefndin sem sagt safnaði alls kyns vitnisburðum um stöðu og reynslu samkynhneigðra á Íslandi og Þorvaldur Kristinsson átti mikið af…
AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR
[...] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 - þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin…
LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN
Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað, ekki…
FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR
Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í…
ANNA FRÍK
Árið ‘93 gaf ég út þessa bók; Dagbók Önnu Frík og þetta var svona reynsla mín úr Samtökunum ['78] sett…
FURÐULEG AFSTAÐA KIRKJUNNAR
Ég hef fengið það svar frá klerki einhvern tímann þegar ég var í erindi á vegum kirkjunnar að benda á…
TILFINNINGAÞRUNGIN STUND
Ég grét og hló á víxl í kringum gildistöku lagana, ég er ekki að ýkja. Og við vorum fleiri sem…
FÁMENNIÐ HJÁLPAR
Hér á Íslandi held ég að við séum að njóta fámennisins. Stuðningur alþingis og löggjafavaldsins, hversu hratt þetta gekk [lagabreyting…
SAMEIGINLEG BARÁTTA ALLRA
Það er dýrt spaug að eiga óhrein börn úti í horni sem njóta ekki jafnréttis á við aðra — hvorki…
HÉLDU AÐ SAMTÖKIN VÆRU KYNLÍFSKLÚBBUR
Grundvallaratriði er þetta sem ég nefndi við þig áðan með markaðssetningu á ákveðinni ímynd fyrir Samtökin ‘78. Gott og…
FYRSTU DAGARNIR SEM FORMAÐUR SAMTAKANNA
Ég byrjaði á því að skúra niðri í húsi, ekki af því að það væri svo mikil þörf á því…
BREYTING Á SAMTÖKUNUM
Af hverju eigum við að vera í felum? Af hverju getum við ekki talað upphátt um okkar hluti? Af hverju…
LESBÍA OG LEIKSKÓLASTJÓRI
Það voru nánast allir í felum. Alla vega opinberlega. Allir sem að unnu í skólastarfi, allir kennarar voru í felum…
ALNÆMIÐ FLÝTTI FYRIR
Það var nefnilega ekki hamingja okkar sem hreyfði mest við löggjafanum. Það var óhamingjan og dauðinn, sjúkdómurinn alnæmi. Það hafði…
JARÐARFÖR Á HVERJUM FÖSTUDEGI
Ég hef stundum hugsað það þannig að það er ekkert hægt að ætla sér að sætta sig við þetta eða…
ÚR FELUM
Það er eitt sem mér dettur í hug en það er um þessa staðalímynd af lesbíu. Þegar þú spyrð um…
Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110 www.krummafilms.com