SVONA FÓLK
Svona fólk átti upphaflega að verða heimildamynd sem fjallaði um baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum lagalegum mannréttindum en árið 1992 tók kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir viðtal við vin sinn, Björn Braga Björnsson, um reynslu sína af því að lifa sem HIV smitaður hommi á Íslandi.
Verkefnið vatt upp á sig og á næstu þremur áratugum urðu til um það bil 400 klukkustundir af kvikmynduðu efni sem komst auðvitað hvorki fyrir í einni heimildamynd né fimm þátta sjónvarpsseríunni sem var sýnd á RÚV árið 2019.
Þessar upptökur geyma ómetanlegar heimildir um bæði sögu homma og lesbía á Íslandi sem og þróun íslensks nútímasamfélags og því var ákveðið að gera stóran hluta af viðtölunum aðgengilegan bæði í handriti og á kvikmynd fyrir almenning og aðra áhugasama um þessa sögu. Vefsíða þessi heldur utan þessi viðtöl ásamt ýmsum öðrum heimildum og fróðleik.
Síðustu sögubrot og fréttir:
EYRU YFIRVALDA
Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum…
ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN
Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í…
SENDUR TIL GEÐLÆKNIS
Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort…
Síðuna styrktu:
VIÐMÆLENDUR
VIÐFANGSEFNI
- Hótel Borg
- útlönd
- hommi
- sorg
- Kvennalistinn
- fjölskylda
- lesbía
- Laugavegurinn
- Flyðrugrandi
- Samtökin '78
- fjölmiðlar
- kúgun
- MSC Ísland
- samkynhneigð
- sjálfsmynd
- straight
- flótti
- Kaupmannahöfn
- lespa
- vitundarvakning
- hómi
- ráðgjöf
- drag
- kynhegðun
- heterónormativity
- Brautarholt
- Lindargata 49
- Klúbburinn
- 1990-1999
- fræðsla
- ofbeldi
- lagabreytingar
- starfsferill
- foreldrar
- fordómar
- AIDS
- nám
- stjórnmálamenn
- orðanotkun
- kvenleiki
- landlæknir
- almenningsálit
- 1980-1989
- strákastelpa
- Iceland Hospitality
- yfirvöld
- börn
- heimili
- þögnin
- einangrun
- alnæmisfélagið
- Óðal
- Garðastræti
- fyrir 1970
- skemmtanalíf
- 1970-1979
- hinsegin
- Hlaðvarpinn
- Skólavörðustígur
- barneignir
- útgáfa
- gay-pride
- kynhneigð
- kvennahreyfingin
- gay-samfélag
- Íslensk - lesbíska
- sambönd
- staðalímyndir
- karlmennska
- í skápnum
- tvíkynhneigð
- kynlíf
- kirkjan
- Fjólukaffi
- kynvillingar
- plágan
- Félagið
- umræða
- sambúð
- táningsár
„Framvarðarsveitin í okkar baráttu voru dragdrottningarnar. Það voru þær sem stóðu hugrakkar, fremstar í baráttunni og voru barðar, var nauðgað, þær voru myrtar. Þetta er framvarðarsveitin, þetta er fólkið sem að var fremst á vígvellinum. Og ef við heiðrum þær ekki í Gleðigöngunni þá getum við gleymt þessu.”
„BDSM er langt frá því að vera tengt bleiku glimmeri. BDSM stereotýpan er miklu sterkari, miklu svartari, dimmari, grimmari, djöfullegri, en sko hún er jafn röng og hún er djöfulleg.”
„Nú fáum við að reyna það á eigin skinni svona í ljósi sögunnar að þegar ákveðin öfl komast til valda sem hafa horn í síðu minnihlutahópa eða finna þeim allt til foráttu að þá verður að vera til einhvers konar skipulagður sýnileiki fyrir minnihlutahópinn og þeir sem tilheyra hópnum verða að fá staðfestingu á því að þau eigi sér bakland. Að það sé fjöldi.”