1980 - 1989
Félagslíf homma og lesbía byrjar að blómstra. Alnæmi berst til Íslands og ský dregur fyrir sólu. Hommar verða fyrir miklum fordómum, sérstaklega þegar enn er lítil vitneskja um það hvernig HIV-veiran smitast. Barátta homma einkennist að miklu leyti af baráttunni gegn alnæmi og tilraunir til fræðslu þrátt fyrir mikið mótlæti og margar jarðarfarir. Á sama tíma ryðja íslenskar lesbíur sér til rúms á opinberum vettvangi. Þær verða meira áberandi í Samtökunum ‘78 og stofna jafnframt eigið félag.
1981
Samtökin ’78 halda sitt fyrsta ball á skemmtistaðnum Manhattan í Kópavogi. Skemmtunin þótti takast einstaklega vel þó svo að lögreglan kæmi klukkan 01:00 og skellti í lás, en gleymst hafði að sækja um framlengingarleyfi fyrir skemmtuninni.
Ballið var einsdæmi, vakti feykilega athygli og þangað kom fólk á öllum aldri. „Meðal annars brá einn félagi sem var fæddur árið 1909, undir sig dansfætinum, skellti sér gömlu samkvæmisfötin sín sem voru sjálfsagt frá millistríðsárunum og flutti revíusöngva sem hann hafði sjálfur samið“, segir Guðni Baldursson í afmælisriti Samtakanna ’78, sem má lesa hér.
Í afmælisritinu kemur einnig fram að í kjölfar skemmtunarinnar hafi orðið nokkrar deilur innan samtakanna. Einhverjir höfðu samið við tímaritið Samúel um að láta því í té myndir af samkomunni og birtust þær myndir snemma árs 1982. Þetta var viðkvæmt, þar sem margir voru ekki tilbúnir til að láta birta myndir af sér á samkomu samkynhneigðra á opinberum vettvangi. Deilur vegna myndbirtingarinnar rötuðu í fjölmiðla og urðu til þess að tveimur félagsmönnum var vikið úr Samtökunum ‘78.
Ljósmyndirnar eru úr einkasafni.
Auglýsingin sem birtist í fjölmiðlum
Forsíða Úr felum árið 1984
Umfjöllun í Dagblaðinu Vísi árið 1982
1981
Samtökin ’78 standa að útgáfu nýs tímarits – Úr felum en sú útgáfa var fyrsta prentefni um málefni samkynhneigðra sem dreift var á almennum vettvangi á Íslandi.
Forsíða Úr felum árið 1985
Spurningapróf sem birtist í Úr felum
1981
Böðvar Björnsson skrifar grein um „hómósexúalisma“ undir nafni í Þjóðviljanum en það þótti mjög djarft.
1982
Samtökin ’78 skipulögðu sín fyrstu mótmæli árið 1982. Tilgangurinn var að mótmæla misrétti gagnvart hommum og lesbíum. Þetta krafðist mikils hugrekkis á þessum tíma; að opinbera sig sem samkynhneigðan á almennum vettvangi.
1983
Fyrsta opinskáa viðtalið við íslenskar lesbíur, Lilju Steingrímsdóttur og Láru Marteinsdóttur, birtist í Helgarpóstinum.
1983
Fyrsta HIV-smitið á Íslandi. Veiran átti eftir að flækja réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi verulega, en veiran olli miklum ótta meðal almennings og hommar urðu fyrir miklum fordómum. Örðuglega gekk að fá yfirvöld til samstarfs, en eftir að HIV breiddist út meðal samkynhneigðra karlmanna, snerist réttindabarátta þeirra um tilraunir til fræðslu og samstarf við yfirvöld.
Vegfarendur spurðir út í þekkingu sína á AIDS, 1987
Fordómar voru miklir. Úr umfjöllun Tímans 1983.
1983
Mikill fjöldi íslenskra homma smitast af HIV veirunni á níunda áratugnum. Sjúkdómurinn var gríðarlegt áfall í svo smáu samfélagi og var enginn ósnortinn. Líf samkynhneigðra á Íslandi, sérstaklega homma, litaðist djúpstæðum ótta, missi og sorg. Margir sem upplifðu þessa tíma og misstu þarna maka, ástvini og félaga, hafa sagt að þeir hafi aldrei orðið samir á eftir.
Þrátt fyrir þau djúpu sár sem Alnæmi skildi eftir sig varð það á endanum til þess að mannréttindabarátta samkynhneigðra tók stórt stökk fram á við. Sársauki samkynhneigða samfélagsins varð til þess að yfirvöld og almenningur gátu ekki lengur horft í hina áttina og ekkert aðhafst. Þeir sem dóu fengu aldrei að upplifa gleðigöngu en þjáningar þeirra mörkuðu upphafið að tilraunum til aukins skilnings og samtals í samfélaginu.
Sigurgeir Þórðarson, sem stundum var kallaður Flissfríður, var einn fyrstu Íslendinganna til að látast úr alnæmi. Hann lést árið 1987, einungis 22 ára gamall. Ári áður en hann lést varð hann fyrir líkamsárás af höndum lögreglumanna í Reykjavík, fyrir þær sakir einar að vera samkynhneigður.
1985
Félagið Íslensk-lesbíska er stofnað. Lesbíur höfðu verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í mörgum öðrum löndum en á Íslandi bar lítið á þeim. Íslensk – lesbíska reyndi að tengja sig kvennahreyfingunni og fékk aðsetur ásamt öðrum kvennasamtökum á Hótel Vík þar sem þær héldu úti starfsemi í 1 – 2 ár.
1987
Viðtal við Katrínu Jónsdóttur birtist í 19. júní ritinu sem gefið var út í tilefni kvennabaráttunnar árið 1987. Þar talar hún um þátttöku sína í „Íslensk-lesbíska“, kvennabaráttuna og stöðu samkynhneigðra á Íslandi.
VIÐTÖL
EYRU YFIRVALDA
Hommar og lesbíur fengu eyru yfirvalda og stjórnmálamanna þarna á níunda áratugnum oft í tengslum við þetta á einhvern hátt.…
ENGIN FRAMTÍÐARPLÖN
Það er mikill misskilningur að allir haldi að við höfum bara verið hér haldandi í hendur og grátandi og alveg…
SENDUR TIL GEÐLÆKNIS
Það sem að maður þakkaði fyrir stuðninginn sem að maður fékk á þeim árum hvort sem að maður var með…
AÐSTANDENDUR EINS OG LEYNIHÓPUR
Ég held að þetta hafi reynt gríðarlega á fólk sem að stóð í þessu með sínum ástvinum á þessum tíma…
VERRA EN AÐ DEYJA
Hommi kemur heim frá útlöndum, hann er veikur, hann hefur aldrei sagt fjölskyldu sinni einu sinni að hann væri hommi.…
PASSAÐI ALDREI INN
Nema það að svo koma líkflutningsmenn, þurfa að koma og sækja hann [Sigurgeir Þórðarson]. Og það var búið að pakka…
HRÆÐSLAN ÖLLU YFIRSTERKARI
Þetta var hræðilega erfiður tími í samfélaginu hér að eiga ættingja sem var að deyja úr þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann…
EKKI OF NÁLÆGT HÚSASUNDUM
Maður passaði sig að fara ekki of nálægt húsasundum og öngstrætum í Reykjavík því maður vissi af því að það…
ÞRIÐJA FLOKKS VERUR
Sko, það gerist þegar að alnæmisveiran er uppgötvuð og þessi hystería sem fer í gang um að þetta sé hommasjúkdómur,…
STRAIGHT FRIENDLY SKEMMTISTAÐIR
Við fórum oft saman á böllin og líka upp í Samtök og við vorum að hitta hérna fólkið, þá hittumst…
ALDREI TALAÐ UM DÁNARORSÖKINA
Það var engin von. Ef þú fékkst dóminn þá það var ekkert nema bara dauðinn sem beið þín og ég…
EKKI BARA SJÚKDÓMUR HOMMA
Það var alltaf erfitt að fá fólk til að starfa í stjórn Alnæmissamtakanna og hérna og vinna þar. Mér fannst…
BRENNIMERKTIR OG KASTAÐ BURT
Svona í miðri gleði þá fer að skjóta upp þessi orðrómur að menn eru farnir að veikjast af einhverjum hérna…
ÞRÍR STÓLAR OG EITT BORÐ
Aðal deiglumálin hjá Samtökunum ’78, það var bara að koma úr felum. Að þurfa ekki að vera að læðupokast einhvers…
VONA AÐ ÉG HAFI EKKI SKAÐAÐ NEINN
Á þessum árum að þá var ekki bara samkynhneigt fólk sem hringdi í símatímunum, það var fólk í allskonar vandræðum,…
NÁNAST EINS OG SAUMAKLÚBBUR
Á þessum árum vorum við sem allir aðrir ofurvarkárir í þessum málum. Það mátti ekki blettur falla á þessi samtök…
FREKAR ÚT AF PÓLITÍK EN LESBISMA
Ég varð ekki fyrir aðkasti, hvorki frá fjölskyldu minni eða einstaklingum hér í Eyjum út af því að ég væri…
EKKI Í FELUM Í REYKJAVÍK
Ég flutti aðallega vegna þess að ég var ástfangin og ákvað það að sú manneskja sem ég var ástfangin í…
ÁFALLAHJÁLP HVERS ANNARS
Í minningunni finnst mér alltaf að, mér finnst alltaf að lesbíurnar og hommarnir hafi staðið vaktina saman sko. Það var…
DAUÐVONA AÐ MÁLA ELDHÚSIÐ
Ég hélt alltaf í vonina með það að þrátt fyrir að vera kominn með alnæmi á lokastigi á þeim tíma…
ALLIR AÐ DANSA ALLSBERIR Í KRINGUM JÓLATRÉ
Ég kom á vettvang Samtakanna þegar ég var 16–17 ára. Þá voru Samtökin á Lindargötunni, litla gula húsinu á Lindargötunni.…
EKKI EINN Í HEIMINUM Á BÓKASAFNINU
Náungi sem ég varð ástfanginn af hvatti mig til að fara upp í Samtökin ‘78, þótt það væri ekki nema…
HÆTTU UM LEIÐ OG HÓTELIÐ HÆTTI
Íslensk-lesbíska lagðist í raun niður um leið og Hótel Vík lagðist niður. Þá höfðum við ekki lengur herbergi. Síðan voru…
EINS OG HEILDSÖLUFYRIRTÆKI
Árið 1986 stofnuðum við Íslensk-lesbíska sem var auðvitað mikilvægt skref. Þannig var að við tókum okkur saman nokkrar lesbíur og…
ALNÆMIÐ SUNDRAÐI OKKUR
Enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta myndi smitast og svo þurfti maður að vinna sjálfur í því gagnvart sínum vinum sem…
FRELSUN AÐ VERA MEÐ FÓLKI SEM VAR EINS OG ÉG
Fyrsti maðurinn sem að kemur í opinbert viðtal var Hörður Torfason 1974 eða 1975, þannig að þá vissi maður um…
LESBÍA NOTAÐ SEM SKAMMARYRÐI
Þetta var bara ekki rætt mjög opinskátt, það verður bara að segja það eins og það er. Það var kannski…
FYRSTU SKREFIN
Árið ‘80, þá leigðum við litla kytru niðri í Garðastræti og þar var opið hús tvisvar í viku. Pínulitla og loftlausa…
MÁTTI EKKI FÁ UPPLÝSINGAR UM KONUNA SÍNA
En í viðbót kannski við þegar maður er að hugsa um, hver er fjölskylda þín, á þessum tímum þegar við…
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR MÆTTI
Ég man bara hvað mér þótti vænt um að Vigdís Finnbogadóttir kom [að fagna samvistarlögunum 1996]. Og hún hafði alltaf…
KONURNAR Í FORGRUNN
Já, það hefur náttúrulega verið staðfest í ýmsum frásögnum svona eldri kynslóðarinnar innan Samtakanna ['78] að það voru ekki margar…
HVAÐ VAR HÆGT AÐ GERA?
Við Jóhanna áttum ofboðslega góðan vin úti í Kaupmannahöfn sem að hét Gústaf, kallaður Gústi, íslenskur strákur sem að flutti…
ÁBYRGÐINNI KOMIÐ Á SAMTÖKIN
Það var alltaf verið að ýta ábyrgðinni á Samtökin ‘78. Segja þið verðið bara að sjá um þetta, þetta er…
UNGUR FORMAÐUR
[...] Ég var náttúrulega formaður og varaformaður og sat alltaf í stjórnum eða var einhverstaðar. Var til dæmis líka í…
AIDS NEYDDI SAMFÉLAGIÐ TIL AÐ SJÁ OKKUR
[...] Á þessum tíma sko ´87, ´88, ´89 - þú veist, það er náttúrulega ekkert komið af neinu tagi. Engin…
LINDARGATAN FYRSTI FASTI PUNKTURINN
Húsið var einhvern veginn algjör miðpunktur alls [...]. Það var langþráð félagsmiðstöð sem að var kjurr á sínum stað, ekki…
FYRSTA KONAN SEM VAR FORMAÐUR
Ég gekk í Samtökin 78 haustið 1987, þá er ég 22 [ára gömul]. Hafði verið aðeins úti á landi í…
ALNÆMISPLÁGAN
[...] Ótti og óhugnaður lagðist yfir hommasamfélagið. Það var svona kjarninn í þessu, hvað gerðist. Við, einhvernveginn, lifðum ekki lengur…
UM TRIXIE
Trixie [Guðmundur Sveinbjörnsson] var einn af þessum mönnum sem ég leit mjög upp til. Ég tala nú ekki um eftir…
ALNÆMIÐ OG HIÐ OPINBERA
Það sem gerði það að verkum að ég fór að starfa við þetta [sem alnæmisráðgjafi] var að þegar þetta var…
HOMMASAMFÉLAGIÐ FÓR INN Í SKEL
Þetta [alnæmisveiran] náttúrulega gerði það að verkum að svona öll endurnýjun í skemmtanalífinu hún hætti og veiðarnar urðu svona ...þetta…
SAMTÖKIN HEILLUÐU EKKI STRAX
Auðvitað kom ég síðar á vettvang Samtakanna ['78] og var þar viðloðandi í nokkur ár áður en ég tek við…
Í GÖMLU HÁLFFÖLDU PAKKHÚSI
Ég kynnist Samtökunum ['78] 1984. Og sem félagsvön kona þá leitaði ég uppi hvar lesbíur væru og fer á kvennakvöld.…
ENGIN EFTIRSPURN EFTIR LESBÍUM Í PÓLITÍK
Mín tilfinning er og við skynjuðum það á þessum tíma, kvennahreyfingin var hrædd við að fá á sig einhvern stimpil,…
ÍSLENSK-LESBÍSKA
Við stofnuðum Íslensk-lesbíska, skammstafað ÍL, á einhverjum tímapunkti þegar við vorum nokkrar róttækar stelpur sem fannst hommarnir ráða fullmiklu í…
ALNÆMI HEFUR FYLGT MINNI SÖGU SEM HOMMI
Það er svo merkilegt að alnæmi hefur í rauninni fylgt minni sögu sem hommi. Eg man að árið sem ég…
ERFIÐAST AÐ VITA AF FÓLKI Í FELUM
Samtökin ‘78 voru á þessum árum [fyrri hluta 9. áratugarins] lítið félag. Við töldum þrjátíu manns. Þau voru lítið annað…
TÓK ALMENNILEGA AF SKARIÐ
Ég vissi það að ef ég kæmi úr felum gagnvart litlum hópi manna á Íslandi þá myndi það fljótt spyrjast…
ÞOLDI EKKI UMRÆÐUNA
Mér finnst hin pólitíska umræða líka mjög þröng. Hún snerist mjög mikið um áþreifanleg réttindi en miklu minna um þörf…
ÚR FELUM Í KAUPMANNAHÖFN
Á þeim árum sem ég kom úr felum bjó ég í Kaupmannahöfn þar sem ég var við nám og ég…
SKÆRULIÐAR UPPI Í ESJU
Það vantaði ekki, það var sama við hvern maður talaði, því var alltaf tekið ægilega vel. Þangað til að farið…
KIRKJUNNI KENNT UM
Sem sagt, ef auglýsingar, fræðsluefni og áróður væri gert þannig úr garði að það höfðaði til samkynhneigðra þá mundi það…
ÞAÐ VISSI ENGINN NEITT UM ALNÆMI
Það sem var með þetta alnæmisdót var að þetta kom yfir mann eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrst vissi…
FYRIRRENNARI MSC
Trixie [Guðmundur Snæbjörnsson] var mikill forgöngumaður um það að koma því dóti [Iceland hospitality] á laggirnar; það væri bara til…
Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110 www.krummafilms.com