skip to Main Content

1980 - 1989

Félagslíf homma og lesbía byrjar að blómstra. Alnæmi berst til Íslands og ský dregur fyrir sólu. Hommar verða fyrir miklum fordómum, sérstaklega þegar enn er lítil vitneskja um það hvernig HIV-veiran smitast. Barátta homma einkennist að miklu leyti af baráttunni gegn alnæmi og tilraunir til fræðslu þrátt fyrir mikið mótlæti og margar jarðarfarir. Á sama tíma ryðja íslenskar lesbíur sér til rúms á opinberum vettvangi. Þær verða meira áberandi í Samtökunum ‘78 og stofna jafnframt eigið félag.

1981

Samtökin ’78 halda sitt fyrsta ball á skemmtistaðnum Manhattan í Kópavogi. Skemmtunin þótti takast einstaklega vel þó svo að lögreglan kæmi klukkan 01:00 og skellti í lás, en gleymst hafði að sækja um framlengingarleyfi fyrir skemmtuninni.

Ballið var einsdæmi, vakti feykilega athygli og þangað kom fólk á öllum aldri. „Meðal annars brá einn félagi sem var fæddur árið 1909, undir sig dansfætinum, skellti sér gömlu samkvæmisfötin sín sem voru sjálfsagt frá millistríðsárunum og flutti revíusöngva sem hann hafði sjálfur samið“, segir Guðni Baldursson í afmælisriti Samtakanna ’78, sem má lesa hér.

Í afmælisritinu kemur einnig fram að í kjölfar skemmtunarinnar hafi orðið nokkrar deilur innan samtakanna. Einhverjir höfðu samið við tímaritið Samúel um að láta því í té myndir af samkomunni og birtust þær myndir snemma árs 1982. Þetta var viðkvæmt, þar sem margir voru ekki tilbúnir til að láta birta myndir af sér á samkomu samkynhneigðra á opinberum vettvangi.  Deilur vegna myndbirtingarinnar rötuðu í fjölmiðla og urðu til þess að tveimur félagsmönnum var vikið úr Samtökunum ‘78.

Ljósmyndirnar eru úr einkasafni.

stebbi_trixie_fix
Manhattan1_fix
Ball
ballfolk
manhattan_ball

Auglýsingin sem birtist í fjölmiðlum

manhattan7_fix
Manhattan2_fix
manhattan11 fix
ballgolf
Forsida_84_4

Forsíða Úr felum árið 1984

Screen Shot 2017-07-23 at 12.02.35

Umfjöllun í Dagblaðinu Vísi árið 1982

1981

Samtökin ’78 standa að útgáfu nýs tímarits – Úr felum en sú útgáfa var fyrsta prentefni um málefni samkynhneigðra sem dreift var á almennum vettvangi á Íslandi.

Forsida_85_5

Forsíða Úr felum árið 1985

Ertu hommi_84

Spurningapróf sem birtist í Úr felum

1981

Böðvar Björnsson skrifar grein um „hómósexúalisma“ undir nafni í Þjóðviljanum en það þótti mjög djarft. 

thjodviljinn

1982

Samtökin ’78 skipulögðu sín fyrstu mótmæli árið 1982. Tilgangurinn var að mótmæla misrétti gagnvart hommum og lesbíum. Þetta krafðist mikils hugrekkis á þessum tíma; að opinbera sig sem samkynhneigðan á almennum vettvangi.

vidtal_lesbiur

1983

Fyrsta opinskáa viðtalið við íslenskar lesbíur, Lilju Steingrímsdóttur og Láru Marteinsdóttur, birtist í Helgarpóstinum. 

Screen Shot 2017-07-23 at 12.43.58

1983

Fyrsta HIV-smitið á Íslandi. Veiran átti eftir að flækja réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi verulega, en veiran olli miklum ótta meðal almennings og hommar urðu fyrir miklum fordómum. Örðuglega gekk að fá yfirvöld til samstarfs, en eftir að HIV breiddist út meðal samkynhneigðra karlmanna, snerist réttindabarátta þeirra um tilraunir til fræðslu og samstarf við yfirvöld.

aids2

Vegfarendur spurðir út í þekkingu sína á AIDS, 1987

Screen Shot 2017-07-23 at 16.13.22

Fordómar voru miklir. Úr umfjöllun Tímans 1983.

Screen Shot 2017-07-23 at 13.30.46

Pistill sem birtist í Dagblaðinu Vísi árið 1983

Screen Shot 2017-07-23 at 13.11.46

Umfjöllun um AIDS í Bandaríkjunum í Alþýðublaðinu árið 1983

Screen Shot 2017-07-23 at 13.35.41

Úr umfjöllun sem birtist í Tímanum árið 1983

1983

Mikill fjöldi íslenskra homma smitast af HIV veirunni á níunda áratugnum. Sjúkdómurinn var gríðarlegt áfall í svo smáu samfélagi og var enginn ósnortinn. Líf samkynhneigðra á Íslandi, sérstaklega homma, litaðist djúpstæðum ótta, missi og sorg. Margir sem upplifðu þessa tíma og misstu þarna maka, ástvini og félaga, hafa sagt að þeir hafi aldrei orðið samir á eftir.

Þrátt fyrir þau djúpu sár sem Alnæmi skildi eftir sig varð það á endanum til þess að mannréttindabarátta samkynhneigðra tók stórt stökk fram á við. Sársauki samkynhneigða samfélagsins varð til þess að yfirvöld og almenningur gátu ekki lengur horft í hina áttina og ekkert aðhafst. Þeir sem dóu fengu aldrei að upplifa gleðigöngu en þjáningar þeirra mörkuðu upphafið að tilraunum til aukins skilnings og samtals í samfélaginu. 

Flissfridur

Sigurgeir Þórðarson, sem stundum var kallaður Flissfríður, var einn fyrstu Íslendinganna til að látast úr alnæmi. Hann lést árið 1987, einungis 22 ára gamall. Ári áður en hann lést varð hann fyrir líkamsárás af höndum lögreglumanna í Reykjavík, fyrir þær sakir einar að vera samkynhneigður.

lesbur

1985

Félagið Íslensk-lesbíska er stofnað. Lesbíur höfðu verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í mörgum öðrum löndum en á Íslandi bar lítið á þeim. Íslensk – lesbíska reyndi að tengja sig kvennahreyfingunni og fékk aðsetur ásamt öðrum kvennasamtökum á Hótel Vík þar sem þær héldu úti starfsemi í 1 – 2 ár.

1987

Screen Shot 2017-07-23 at 17.46.55

Viðtal við Katrínu Jónsdóttur birtist í 19. júní ritinu sem gefið var út í tilefni kvennabaráttunnar árið 1987. Þar talar hún um þátttöku sína í „Íslensk-lesbíska“, kvennabaráttuna og stöðu samkynhneigðra á Íslandi.

VIÐTÖL

                  Krummafilms, Gufunesvegur 1, 112 Reykjavík, IS, sími: +354 821 1110                  www.krummafilms.com                  

1980 – 1989

Back To Top