skip to Main Content
Anni Haugen
ANNI HAUGEN

Anni G. Haugen er fædd árið 1950. Hún er félagsráðgjafi að mennt og vann lengst af við barnaverndarstörf, ýmist hjá Reykjavíkurborg eða ríki, og var síðan lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslandis í rúm tíu ár. Rannsóknir hennar og fræðastörf snúa einnig að mestu um barnavernd. Anni sat í stjórn Samtakanna ʼ78 á árunum 2000–2002 og tók síðan að sér ýmis önnur trúnaðarstörf fyrir félagið. Þegar fagleg ráðgjöf Samtakanna ʼ78 var sett á stofn árið 2001 varð Anni fyrst til að móta það starf sem hún sinnti síðan allan fyrsta áratug aldarinnar. Hún býr í Reykjavík með eiginkonu sinni, Margréti Arnljótsdóttur.

SÖGUBROT

ANNI

Back To Top